fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Gagnrýnir Bjarna Ben og Sigurð Inga: „Innistæðulausar fullyrðingar og jafnvel blákaldar lygar“

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 9. apríl 2018 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Guðmundur Gunnarsson, fyrrum formaður Rafiðnaðarsambandsins.

Guðmundur Gunnarsson, fyrrum formaður Rafiðnaðarsambandsins, gagnrýnir harðlega framgöngu þeirra Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra í fjölmiðlum nýlega, í færslu sinni á Facebook. Bjarni sagði í Kastljósinu í síðustu viku að lífeyrir eldri borgara hefði verið hækkaður í 300 þúsund krónur í sinni tíð sem forsætisráðherra. Guðmundur segir þetta blákalda lygi:

„Nú mæta ráðherrar ríkisstjórnarinnar í hvern frétta- og spjallþáttinn á fætur öðrum með innistæðulausar fullyrðingar og jafnvel blákaldar lygar eins og t.d. fjármálaráðherra sagði í Kastljósinu nú fyrir helgina að lífeyri eldri borgara sé 300 þús. kr. Grunnupphæð ellilífeyris er 240 þús. á mánuði, að auki geta sumir fengið aðrar bætur. Það er svo ótrúlegt hvernig fréttamenn láta ráðherra komast upp með svona rangfærslur. Og að auki þá segja tölur almannatrygginga bara hálfa söguna. Bjarni Ben. og Sigmundur Davíð stóðu að lækkun frítekjumarka og settu 45% skerðingarmörk. Sem var og er fordæmalaust. Króna á móti krónu jaðarskattur á skyldusparnað launamanna er ekkert annað en hrein og klár eignaupptaka sem þekkist hvergi nema á Íslandi og veldur því að ójöfnuður á eykst hér á hverju ári.“

 

Þá gagnrýnir hann Sigurð Inga fyrir að leggja til vegtolla:

„Samgönguráðherra var svo enn einu sinni að víkja sér undan þeirri staðreynd að það verður ekki komist hjá því að hækka skatta til þess að geta rekið og viðhaldið nauðsynlegum innviðum landsins. Hann vill halda áfram dekri sínu á auðmönnum og leggja sérstakan flatan skatt á höfuðborgarbúa. Eins og hefur komið fram hjá talsmönnum samtaka launamanna þá verður að stöðva aðför ríkisstjórnarinnar að þeim minnst mega sín í þessu samfélagi og það verður gert næsta vetur með þeim verkfærum sem samtök launamanna hafa. Ríkisstjórnin mun ekki komast hjá að hækka veiðigjöldin fyrir afnotin af fiskveiðiauðlind íslensku þjóðarinnar, setja á hátekjuskatt og hækka fjármagnstekjuskatt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega