fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Björn vill afnema RÚV: „Almannaútvarp í bullandi vörn“ – „Kaldur veruleiki hér eins og annars staðar“

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. mars 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason

Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, hefur margoft haft uppi gagnrýni á RÚV, sem aðallega beinist að fréttaflutningi stofnunarinnar, sem Björn og margir aðrir Sjálfstæðismenn, virðist telja ómaklegan. Í dag skrifar Björn pistil um tillögu landsfundar Sjálfstæðisflokksins um helgina, hvar samþykkt var ályktun um að leggja ætti ríkisútvarpið niður í núverandi mynd og endurskoða þyrfti hlutverk þess, með það að markmiði að þrengja verksvið þess í ljósi breytinga á fjölmiðlamarkarkaði.

Björn leitar fanga hjá öðrum Evrópuþjóðum, hvar hann segir þróunina alla vera á sama veg:

„Þessi samþykkt fellur að afstöðu sem eykst fylgi alls staðar þar sem rætt er um framtíð almannaútvarps eins og talsmenn ríkisrekinna fjölmiðla kjósa að kalla þá, það er public service á ensku. Nýlega samþykktu um 70% Svisslendinga að ríkisútvarp starfaði þar áfram enda höfðu stjórnendur þess boðað fyrir atkvæðagreiðsluna að þeir myndu draga saman seglin og vinna að sparnaði innan stofnunarinnar.“

 

Þá segir Björn að danska ríkisútvarpið hyggist skera niður um 20% á næstu fimm árum og afnotagjaldið aflagt:

„Samkomulag meirihlutaflokkanna í Danmörku um framtíð danska ríkisútvarpsins (DR) var kynnt föstudaginn 16. mars. Þar er gert ráð fyrir að DR spari 773 milljónir d. kr. næstu fimm ár (tæplega 13 milljarðar ísl. kr.), það er 20% niðurskurður. Stjórnarflokkarnir standa að þessu samkomulagi með DF, Danska þjóðarflokknum, sem vildi 25% niðurskurð. Þá verður afnotagjaldið aflagt en skatttekjur ríkisins koma í stað þess og fer DR á fjárlög ríkisins án þess að ætlunin sé að hrófla við sjálfstæði og óhlutdrægni DR.

Mette Bock menningarmálaráðherra úr Frjálslynda bandalaginu (Liberal Alliance) segir að niðurskurður innan DR hafi aldrei fyrr numið 20%. Hún segir að aðrir en DR geti flutt trúverðugar fréttir. Um framtíðarverkefni DR segir Bock:

„Í ríkisstjórninni höfum við þann metnað að til verði markvissara DR. Nauðsynlegt er að DR endurmeti stöðu sína sem menningarstofnun. DR á ekki lengur að vera stórt gímald heldur mjór viti. Samkomulagið stuðlar að því. Ég vænti þess að DR haldi áfram að geta boðið almannaþjónustu-efni í háum gæðaflokki – það er þörf á því. Jafnframt sköpum við meira jafnvægi milli miðla í ríkiseign og einkarekinna fjölmiðla.“

Þá gagnrýnir Björn fyrirkomulagið með afnotagjaldið og skert valfrelsi fólks til eigin dagskrárgerðar, með vísun í orð blaðamanns hins danska Journalisten:

„Á vefsíðu danska blaðsins Journalisten birtist þessi athugasemd eftir Niels Riis Ebbesen við fréttina um niðurskurðinn hjá DR:

„Við búum vissulega í undarlegu samfélagi, stjórnmálamenn í Danmörku telja íbúana hafa nógu mikið vit til að velja sér menntun, velja sér bíl, velja sér maka og ákveða hve mörg börn þeir eignast, hvort þeir vilji búa í íbúð eða kaupa raðhús, hvaða bækur, vikublöð og dagblöð þeir kaupa eða fá í áskrift o.s.frv.

Sömu stjórnmálamenn telja Dani hins vegar svo heimska að þeir geti ekki sjálfir valið hvaða sjónvarpsrásir og hljóðvarpsdagskrár þeir kjósa að kaupa fyrir eigið fé.

Það er þess vegna ótrúlega heimskulegt að öllum Dönum sé skylt að kaupa og greiða fyrir sjónvarps- og hljóðvarpsdagskrár DR þegar aðeins hluti íbúanna horfir eða hlustar á þær.“

 

Að lokum segir Björn að sífellt færri fylgist með dagskrá RÚV og sætti sig illa við að þurfa að greiða fyrir hana. Það muni leiða til vaxandi þrýstings á stjórnmálamenn um breytingar í þá veru sem ályktun landsfundar segi til um:

„Þótt meirihluti manna þoli að ríkið haldi úti sjónvarpi og hljóðvarpi fylgjast sífellt færri með dagskrá þessara miðla og sætta sig því verr en áður við að verða að greiða fyrir hana. Þetta er kaldur veruleiki hér eins og annars staðar. Hann leiðir til vaxandi þrýstings á stjórnmálamenn um breytingar í þá veru sem lýst er í stjórnmálaályktun 43. landsfundar sjálfstæðismanna.“

 

Á Íslandi lagði nefnd um rekstarumhverfi einkarekna fjölmiðla til nokkrar tillögur í svonefndri fjölmiðlaskýrslu, um breytta ásýnd á fjölmiðlamarkaði. Í skýrslunni var ítarleg umfjöllun um stöðu fjölmiðla bæði hér á landi og erlendis og útskýrt að rekstrarerfiðleika megi helst rekja til breyttra forsendna til tekjuöflunar. Nefndin gerði tillögur um aðgerðir í sjö liðum sem gætu bætt rekstrarskilyrði fjölmiðla. En þeirra var sú að RÚV hyrfi af auglýsingamarkaði.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki