Eyjan

Bleikt
0
Fimmtudagur 26.apríl 2018
Eyjan

Svört skýrsla KPMG um Innheimtstofnun sveitarfélaga

Trausti Salvar Kristjánsson skrifar
Mánudaginn 19. mars 2018 16:58

Gunnar Kristinn Þórðarson, formaður Samtaka umgengnisforeldra

Í tilkynningu frá Samtökum umgengnisforeldra segir að samkvæmt skýrslu KPMG um starfsemi Innheimtustofnunar sveitarfélaga sé þar að finna ýmislegt misjafnt.

Niðurstöður skýrslunnar eru sagðar taka undir kröfur samtakanna að mestu leyti:

„Samtök umgengnisforeldra hafa fengið í hendur svarta skýrslu KPMG um starfsemi Innheimtustofnunar sveitarfélaga frá ráðuneyti á grundvelli upplýsingaréttar almennings. Samtökin hafa ávalt sagt að ársreikningar Innheimtustofnunar séu óeðlilegir þar sem ekki er gerður nægilegur greinarmunur á áfallandi meðlögum og eldri meðlagsskuldum eins lög gera ráð fyrir. Að sama skapi hafa Samtökin bent á að innheimta dráttarvaxta séu aðeins 4-500 milljónir miðað við að áfallnir dráttarvextir á ári ættu að vera yfir 2.5 milljarða miðað við kröfusafn og að teknu tilliti til innheimtuheimilda. Samtökin hafa einnig gagnrýnt að ekki sé kæruleið innan stjórnsýslunar vegna ákvarðana Innheimtustofnunar, svo sem vegna ákvarðanna um ívilnun og innheimtuaðgerða. Við höfum einnig gagnrýnt að stjórn stofnunarinnar skuli vera skipuð af Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem hefur hagsmuni af því að hámarka innheimtur óháð félagslegri stöðu skuldara. Einnig höfum við bent á að stjórn samanstandi af flokksgæðingum en ekki sérfræðingum í málefnum umgengnisforeldra. Einnig höfum við gagnrýnt að innheimtur meðlaga eigi að fara fram hjá Tryggingarstofnun þar sem meðlögin eru greidd út, eins og tíðkast víðast hvar annars staðar, en ekki hjá sveitarfélögunum.

Er óhætt að fullyrða að skýrsla KPMG taki undir kröfur samtakanna að mestu leyti. Í skýrslunni kemur fram að faglegra sé að sérfræðingar annist ákvarðanir er varðar innheimtu, fremur en að þær séu teknar af einstaklingum sem ekki búa yfir sérþekkingu. Verður að teljast sláandi að 90% tekna Innheimtustofnunar séu innheimtir dráttarvextir en ekki áfallandi meðlög. Gengur það gegn upplýsingum úr ársreikningum sem sýna einungis 4-500 milljónir í innheimta dráttarvexti. Hafa ber í huga að Innheimtustofnun ber að greiða fjármagstekjuskatt af innheimtum dráttarvöxtum.

Er í skýrslunni gagnrýnt að launakostnaður sé mun hærri en í öðrum stofnunum hins opinbera og að einn aðili sé fenginn til að þróa innheimtukerfi í tölvum stofnunarinnar, sem sé of kostnaðarsamt og ófullnægjandi að öðru leyti. Er gagnrýnt að Innheimtustofnun haldi ekki utan um upplýsingar um hversu stór hluti þess sem innheimtist er greiðsla á nýjum kröfum og hversu stór hluti er innheimta á eldri skuldum. Telur KPMG hægt að fá þessar upplýsingar úr tölvukerfi stofnunarinnar, en hafi ekki ráðist í þá framkvæmd. Í mælikvörðum Innheimtustofnunar til að sýna innheimtuárangur er innheimtu nýrra og eldri krafna færð á móti meðlagskröfum hvers árs. Hjá stofnuninni liggi ekki fyrir hversu stór hluti innheimtunar sé vegna krafna sem stofnað er til á hverju ári og hversu stór hluti er eldri innheimtar kröfur, og sést því ekki hversu stór hluti meðlagsgreiðslna hvers árs innheimtist.

Kemur fram að fyrir um helming meðlagsskuldara sé stofnað til dráttarvaxta, sem segir að helmingur meðlagsgreiðenda sé í a.m.k. 30 daga vanskilum. Kemur einnig fram að 900 mál fari alla leið í löginnheimtu á ári eða um 7% þjóðfélagshópsins.

KPMG mælir með að innheimta meðlaga verði flutt yfir til ríkisins. Almenn sátt er um það innan stjórnsýslunnar en aðal andstaðan er hjá Innheimtustofnunni sjálfri sem telur m.a. að þá muni innheimtum á Ísafirði leggjast niður, og það sé slæmt fyrir landsbyggðina.

KPMG mælir með að fella niður aðkomu Sambands íslenskra sveitarfélaga að skipun stjórnar og að Jöfnunarsjóður yrði ekki milliliður varðandi fjármögnun á starfsemi stofnunarinnar. KPMG mæli með að fella niður stjórn stofnunarinnar. Hún komi í kaffi 3.5 klst á mánuði til eftirlits og til að samþykkja ákvarðanir stofnunarinnar. Jafnframt telur KPMG að mikilvægt sé að koma á kæruleið innan stjórnsýslunnar til að tryggja réttaröryggi meðlagsgreiðenda.

KPMG mælir með að enduskoða í heild lög um Innheimtustofnunar sveitarfélaga, einkum hvað varðar stjórnun stofnunarinnar, bæta við kæruheimild vegna ákvarðanna stofnunarinnar og fella niður ákvæði um tekjustofna sveitarfélaga.

Samtökin lýsa yfir furðu og undrun að Alþingi hafi ekki ráðist í þær breytingar sem skýrslan leggur til.“

Skýrslan er hér meðfylgjandi:https://www.stjornarradid.is/media/innanrikisraduneyti-media/media/js-2015/Skyrsla-KPMG-um-Innheimtustofnun-sveitarfelaga.pdf

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af