fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Sigmundur Davíð: „Nei, kommon Bjarni. Skynsamir flokksmenn felldu út „flokkseigendatillöguna”

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 19. mars 2018 09:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mynd/Sigtryggur Ari

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er sigri hrósandi vegna þeirrar ályktunar landsfundar Sjálfstæðisflokksins um helgina að farið skuli í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu. Í ályktuninni segir þó einnig að ljúka skuli þeirri uppbyggingu á Landspítalalóðinni sem komin sé á framkvæmdarstig og tengist núverandi starfssemi.

Sigmundur Davíð hefur barist hart gegn því að byggja skuli nýjan spítala við Hringbraut og hefur sjálfur lagt til að hann verði byggður upp á Vífilstöðum eða á Keldum.

Á vefritinu Forsíðufréttir.net, sem er einskonar áróðursvefrit Miðflokksins, óskar Sigmundur sjálfstæðismönnum til hamingju með ályktunina. Hann hafði  í síðustu viku skorað á flokkinn að „rétta kúrsinn“ og virðist hafa orðið að ósk sinni.

 

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við Vísi að ályktunin snerist um sérhæfðari sjúkrahús til framtíðar:

 „Þar er kannski ekki verið að horfa til þess að um sé að ræða bráðasjúkrahús eða háskólasjúkrahús, heldur nýja spítalabyggingu sem gæti stutt við þá sem verði fyrir og kannski eitthvað sérhæfðari spítalabyggingu. Já, það er verið að segja að við þurfum að eiga eitt háskólasjúkrahús, eitt bráðasjúkrahús. Það er sjúkrahúsið sem við erum að byggja núna. Til lengri tíma þurfum við að huga að staðarvali fyrir aðra spítalastofnun, annað sjúkrahús, sem verði ef til vill eitthvað sérhæfðara. Við eigum ekki að lenda í tímaskorti í framtíðinni með að bregðast við þeirri þróun sem er fyrirsjáanleg nú þegar í þeim efnum,“

sagði Bjarni við Vísi.

 

Sigmundur svaraði Bjarna á Facebooksíður sinni:

 

„Nei, kommon Bjarni.
Skynsamir flokksmenn felldu út „flokkseigendatillöguna” um að byggja nýja Landspítalann við Hringbraut og reisa um leið einkaspítala annars staðar.

Í staðinn kom skýr og rökrétt stefna um að fara strax í staðarvalsgreiningu þar sem m.a. yrði hugað að betri samgönguleiðum.

Það má ekki gleyma því að undirstöðurökin sem notuð voru fyrir hinni dýru og erfiðu framkvæmd við Hringbraut voru þau að þar með næðist heildarlausn til framtíðar. Hvað stendur eftir þegar þau eru farin?“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt