Eyjan

Bleikt
0
Fimmtudagur 26.apríl 2018
Eyjan

Bergþór gefur kost á sér í 2. sætið hjá Pírötum í Reykjavík

Trausti Salvar Kristjánsson skrifar
Mánudaginn 19. mars 2018 23:13

Bergþór H. Þórðarson

Bergþór H. Þórðarson mun gefa kost á sér í 2. sætið á lista Pírata fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Bergþór tekur fram að hann sé öryrki og útskýrir að hann nefni það sérstaklega, þar sem fólk hlusti á jafningja. Hann mun leggja áherslu á velferðarkerfið og félagsþjónustuna, hljóti hann brautargengi.

Bergþór hefur gefið út myndband sem sjá má hér.

 

 

Hér að neðan má lesa stutta útgáfu af tilkynningu Bergþórs, en hér er tengill á ítarlegri lýsingu á stefnumálum hans.

 

Bergþór heiti ég og er Pírati. Ég er líka öryrki.
Ég gef kost á mér í 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík en mun taka því sæti sem niðurstaða prófkjörsins leiðir af sér.
Það er ekki náttúrulögmál að það sé alltaf til karl sem er aðeins hæfari en kona til að leiða lista. Við erum með mjög hæfar konur í framboði og við ættum að nýta það okkur í hag.

Ástæða þess að ég tek fram að ég sé öryrki er að fólk hlustar á jafningja. Því tel ég líklegt að ég nái betur til þessa hópa heldur en margur annar. Ég tel okkur hafa skort ákveðna breidd í efstu sæti okkar framboðslista. Sé örorkulífeyrisþegi í einu af efstu sætunum, þá náum við að auka þá breidd og höfum rödd örorkulífeyrisþega og náum til þeirra og margra annarra sem þurfa á þjónustu velferðarkerfisins að halda. Að kjósa mig í annað sætið tel ég líklegt til að styrkja lista okkar í borginni af þessari ástæðu.

Mig langar til að halda áfram því góða starfi sem Halldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi okkar á síðasta kjörtímabili, og samstarfsfólk hans hafa unnið í borgarstjórn á kjörtímabilinu sem er að líða. Þökk sé þeirra vinnu búum við nú við meira gagnsæi, betra lýðræði og bætta stjórnsýslu í borginni. Grunnstefna okkar Pírata er lykillinn að þeirri vinnu.

Mín aðaláhersla er á bætt velferðarkerfi og félagsþjónustu í borginni. Það er mín skoðun að til þess að fólk geti nýtt sín borgaralegu og lýðræðislegu réttindi að fullu, þá þurfi það að hafa fullan aðgang og aðgengi að almennu samfélagi.
Verði eitthvað til þess að jaðarsetja eða einangra fólk, þá takmarkar það aðgengi þess að samfélaginu. Við þær aðstæður þurfa stjórnvöld að veita þá aðstoð og þjónustu sem fólk þarf til að það hafi aðgengi til jafns við aðra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af