fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Bjarni, Þórdís og Áslaug kosin til forystu Sjálfstæðisflokksins

Trausti Salvar Kristjánsson
Sunnudaginn 18. mars 2018 16:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug, Þórdís og Bjarni                                           Mynd/ xd.is

Bjarni Benediktsson var í dag endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með 96,2% atkvæða á landsfundi flokksins sem fram fer í Laugardalshöll.

Alls greiddu 762 atkvæði í formannskjörinu og hlaut Bjarni 710 af þeim. Aðrir hlutu 28 atkvæði og auðir og ógildir seðlar voru 24.

Þá var Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins með 95,6% atkvæða.

Alls greiddu 772 atkvæði í varaformannskjörinu og hlaut Þórdís Kolbrún 720 af þeim. Aðrir hlutu 33 atkvæði og auðir og ógildir seðlar voru 19.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var endurkjörin ritari Sjálfstæðisflokksins með 93,5% atkvæða.

Alls greiddu 752 atkvæði í ritarakjörinu og hlaut Áslaug Arna 664 af þeim. Aðrir hlutu 46 atkvæði og auðir og ógildir seðlar voru 42.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt