fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Rannveig sækist eftir oddvitasæti Pírata í Reykjavík

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. mars 2018 10:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannveig Ernudóttir                        Mynd-Unnur Magna

Rannveig Ernudóttir, sitjandi formaður framkvæmdaráðs Pírata, sækist eftir 1. sæti á lista Pírata í komandi borgarstjórnarkosningum. Í tilkynningu segir að hún hafi um árabil starfað innan grasrótar Pírata og telji sig vera réttu manneskjuna til að geta þjappað fólki saman.

 

Tilkynning Rannveigar:

 

Komið heil og sæl

Ég heiti Rannveig Ernudóttir og sækist eftir 1. sæti hjá Pírötum í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Ég býð mig fram til forystu því ég tel að sá, eða sú, sem verði í því hlutverki þurfi að búa yfir þeim hæfileikum að geta þjappað fólki saman, geti lagt áherslu á þátttökustjórnun og sé ávallt tilbúin til að læra og víkka út þekkingu sína. Allt eru þetta eiginleikar sem ég tel mig búa yfir.

Um árabil hef ég starfað innan grasrótar Pírata, er sitjandi formaður framkvæmdaráðs Pírata en hef áður verið bæði varaformaður og ritari framkvæmdaráðs.

Ég ólst upp í ýmsum hverfum borgarinnar, en bý í dag í Laugarnesinu, ásamt eiginmanni mínum og saman eigum við börn á öllum skólastigum, en yngsta barnið okkar er einhverft og er því einstakt verkefni fyrir okkur fjölskylduna. Ég dáist að fallegu borginni minni þegar ég hjóla um hana á sumrin og haustin, eða í göngutúrum yfir vetrartímann og er ég sérlega ánægð þegar borgin er hvít yfir myrkasta skammdegið. Ég nota bæði einkabíl í bland við, hjól, tvo jafnfljóta og svo almenningssamgöngur. Prjóna eins og engin sé morgundagurinn, elska að dansa og hlusta á tónlist. Helsta áhugamálið mitt er þó líklega það að taka þátt í að skapa réttlátt og valdeflandi samfélag.

Helstu baráttumál mín snúa að borgararéttindum, lækkun kosningaaldurs, styttingu vinnuvikunnar, bættum dagvistunarmálum, lengra og hærra fæðingarorlofi, afnámi heimavinnu í grunnskólum og félagsstarfi eldri borgara, svo eitthvað sé nefnft. Þá legg ég til að við ættum að stefna að plastlausu Íslandi í nákominni framtíð.

Meðfylgjandi er like-síðan mín https://www.facebook.com/rannveigernudottir/ þar sem ég fer ítarlegar yfir baráttu- og áherslumálin mín 🙂

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2