Eyjan

Hagkvæmt húsnæði, ungt fólk og fyrstu kaupendur

Trausti Salvar Kristjánsson skrifar
Þriðjudaginn 13. mars 2018 19:45
Yfirlitsmynd yfir miðborg Reykjavíkur: Mynd/Dv.is

Opinn fundur um hagkvæmt húsnæði, ungt fólk og fyrstu kaupendur verður haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, föstudaginn 16. mars kl. 8:30

Nýjar lausnir og hugmyndir í húsnæðismálum eru mikilvægar til að hvetja til nýsköpunar og framþróunar í uppbyggingu íbúða. Í vetur auglýsti Reykjavíkurborg eftir hugmyndum til þess að auka framboð af hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Tæplega 70 hugmyndir bárust sem gefa spennandi fyrirheit um framtíðina.

Á fundinum mun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fara yfir innsendar hugmyndir auk þess sem forsvarsmenn sex eða fleiri áhugaverðra hugmynda munu kynna nánar sínar hugmyndir.

Þá verða einnig kynnt næstu skref í verkefninu um hagkvæmt húsnæði en síðar í vor verða ákveðnar lóðir auglýstar undir valin nýsköpunarverkefni.

Fundurinn hefst klukkan 9 með erindi borgarstjóra en húsið opnar klukkan 8:30 og er boðið upp á léttan morgunverð.

Fundarstjóri verður Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins.

Fundinum verður streymt á facebook síðu Reykjavíkurborgar og á vef Reykjavíkurborgar.

https://reykjavik.is/hagkvaemt-husnaedi-ungt-folk-og-fyrstu-kaupendur

Dagskrá

08:30 Morgunverður

09:00 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnir hugmyndir sem bárust

09:40 Forsvarsmenn nokkurra hugmynda um hagkvæmt húsnæði kynna hugmyndir sínar

10:30 Næstu skref og lóðir – hvar verður hagkvæmt húsnæði í borginni?

11:15 Umræður og fyrirspurnir

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af