fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Áslaug um Þorgerði: „Auðvelt að tala fyrir svokölluðum kerfisbreytingum án þess þó að lyfta litlafingri“

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. mars 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins. Mynd: DV/Sigryggur Ari

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, reiðir nokkuð hátt til höggs í pistli í Morgunblaðinu í dag, hvar hún fjallar um Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar. Áslaug nefnir Þorgerði þó ekki á nafn, en ljóst er á textanum við hvern er átt:

„Það er til að mynda mjög auðvelt að tala fyrir svokölluðum kerfisbreytingum án þess þó að lyfta litlafingri í því að taka á kerfinu þegar þess þarf eða stuðla að umfangsmiklum breytingum. Það er líka mjög auðvelt að segja sjálfan sig tala fyrir „almannahagsmunum“ en ekki „sérhagsmunum“ og reyna þannig að stilla þeim sem kunna að vera ósammála þér upp við vegg. Enn auðveldara er að tala fyrir frjálslyndi án þess þó að vera sérstaklega frjálslyndur í verki.“

 

Hér er nokkuð augljóst um við hvern er átt. Ennfremur segir Áslaug:

 

„Þeir sem tala fyrir hærri sköttum, auknum umsvifum hins opinbera, auknum eftirlitsiðnaði og auknu regluverki geta ekki skreytt sig með frjálslyndisfjöðrum. Jafnvel þótt þeir detti öðru hvoru inn á eitt og eitt mál sem kalla mætti frelsismál, þá fellur það í skuggann af stjórnlyndinu sem þeir boða á hverjum degi. Frasinn um almannahagsmuni gegn sérhagsmunum er ekki jafn innihaldsríkur og hann er langur. Eru það almannahagsmunir að hækka skatta á tilteknar atvinnugreinar ef ske kynni að þeim gengi vel? Eru það almennt almannahagsmunir að hækka skatta og halda að ríkið geti varið fjármagninu betur en þeir sem á hverjum degi vinna hörðum höndum að því að skapa verðmæti? Eru það almannahagsmunir að auka skriffinnsku, fjölga reglugerðum og auka afskipti ríkisins af daglegu lífi bæði almennings og atvinnulífisins?“

 

Þá segir Áslaug Arna að lokum:

„Með einföldum hætti mætti skipta stjórnmálaviðhorfum upp í tvennt; annars vegar þá sem vilja háa skatta og aukin umsvif hins opinbera og hins vegar þá sem vilja lækka skatta og minnka umsvif hins opinbera. Þetta er vissulega einföldun því stjórnmálin fjalla um margt annað, en engu að síður er tekist á um þessi grunnatriði með reglubundnum hætti. Þá kemur í ljós hverjir það eru sem eru frjálslyndir í raun og hverjir segjast bara vera frjálslyndir. Og þá kemur líka í ljós hverjir hafa talað í innantómum frösum án nokkurrar innistæðu.“

 

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

Eyjan bar orð Áslaugar undir Þorgerði Katrínu, formann Viðreisnar. Aðspurð hvort Sjálfstæðisflokkurinn væri í einskonar hefndarhug gegn Viðreisn vegna stuðnings við vantrauststillöguna gegn Sigríði Á. Andersen, sagði Þorgerður að það gæti vel verið:

„Það getur vel verið að það sé vantraustið, en við erum líka að segja hluti sem rugga bátnum. Ég ræddi það ítarlega í ræðu minni á landsfundi og við munum ekkert hætta að tala um það. Það er greinilegt að ekki öllum líkar það, en við munum halda ótrauð áfram að tala um þessi mál,“

 

sagði Þorgerður. Eftir að blaðamaður las upp hluta pistilsins fyrir Þorgerði sagði hún:

„Veistu ég ber virðingu fyrir Áslaugu Örnu og hef alltaf gert. Það er landsfundur framundan hjá þeim og þá þurfa menn að brýna sig. En ég óska Áslaugu alls hins besta og Sjálfstæðisflokkurinn er heppinn að hafa manneskju eins og hana innan sinna raða. Við getum samt verið ósammála um hluti og við munum halda áfram að tala um þessi mál sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur líka vanrækt í gegnum tíðina. Og ég hef á tilfinningunni að það séu fleiri innan Sjálfstæðisflokksins sem eru okkur sammála heldur en ekki.“

 

Viðreisn virðist fara sérstaklega í taugarnar á Sjálfstæðisflokknum þessi dægrin. Morgunblaðið, Björn Bjarnason, Áslaug og fleiri hafa verið nokkuð hávær í gagnrýni sinni á þessum fyrrum samstarfsflokki Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Ein ástæðan er eflaust sú að Viðreisn studdi tillögu um vantraust gegn Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, nokkuð sem Sigríður og Sjálfstæðisflokkurinn munu seint gleyma, svo vitnað sé í fleyg orð Sigríðar úr pontu Alþingis:

„Það verður í minnum haft hvernig menn greiða hér atkvæði á eftir“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“