fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Konur flytjast frekar af jaðarsvæðum til menntunar en karlar

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 12. mars 2018 12:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Getty

Takmarkaðir möguleikar á störfum, áhrifum og æðri menntun gerir að verkum að konur yfirgefa jaðarsvæðin á Norðurlöndum. Hvað þarf til að bæði konur og karlar geti átt gott líf á landsbyggðinni? Þetta er efni umræðna sérfræðingahóps sem fram fara á fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna, mánudaginn 12. mars og greint er frá á vef um Norrrænt samstarf.

Að auka jafnrétti á landsbyggðinni um heim allan og efla stúlkur og konur sem þar eiga heima – það er meginþema fundar Kvennanefndar SÞ, CSW á þessu ári.

Einn af opinberu viðburðunum sem Norðurlöndin standa saman að er

”Rural realities in the Nordics – leaving men behind?”

Heiti viðburðarins vísar til þess að á Norðurlöndunum yfirgefa konur frekar en karlar jaðarbyggðir til þess að sækja sér menntun í borgunum.

„Það er alltaf kynjavinkill í fólksflutningum. Sá skilningur gætur fært ráðamönnum nýjar hugmyndir um hvað þarf til að veita bæði körlum og konum þær fjárhagsaðstæður sem þau sækjast eftir,“

segir Gary Barker, framkvæmdastjóri samtakanna Promundo, sem stýrir umræðunum.

Þátttakendurnir eru fulltrúar margra norrænna jaðarbyggðarlaga. Aili Keskitalo, forseti samaþingsins í Noregi, Sari Raassina, þingmaður frá Karelen í Finland, Naaja Nathanielsen, forstöðumaður fangelsismálastofnunar Grænlands og Karin Gahnström Jonsson,menningarblaðamaður frá Östersund í Norður-Svíþjóð.

Auk þess tekur Bafana Khumalo þátt í umræðunum, en hann er einn stofnenda samtakanna Sonke Gender Justice í Suður-Afríku.

Kort sem sýna jafnrétti í jaðarbyggðum

Umræðurnar byggjast á nýjum og einstökum kortum sem sýna jafnréttiskilyrði í norrænum jaðarbyggðarlögum.

Kortin sýna að langt er milli fæðingardeilda í Finnlandi, Norður-Noregi, Norður-Svíþjóð og sums staðar á Íslandi. Þau sýna líka að vinnumarkaðurinn í jaðarbyggðum á Norðurlöndum er kynskiptari en í borgunum.

Karin Gahnström Jonsson  gagnrýnir að almenn þjónusta og velferðarþjónusta sé aflögð í jaðarbyggðum og þvingi þannig fólk til að flytjast brott. Hún vill ögra staðalímyndinni af því fólki sem þar á heima.

„Ég vil að konur í jaðarbyggðum séu metnar til jafns við framafólkið í borgunum. Og að þeim finnist þær vera kúl,“

segir Karin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt