Eyjan

Sigmundur Davíð flytur lögheimili sitt – aftur

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 9. mars 2018 10:01

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Mynd: DV/Sigtryggur Ari

Það komst í fréttir þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, flutti lögheimili sitt að Hrafnabjörgum III í Jökulsárhlíð árið 2013. Sigmundur bjó þá í Seljahverfinu í Breiðholti, en ákvað að fara fram sem oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi að því sinni, en árið 2009 fór hann fram í Reykjavík-norður.

Sigmundur átti rétt á húsnæðis- og dvalarkostnaðargreiðslum  frá Alþingi, svokölluðum dreifbýlisstyrk, upp á um 130 þúsund krónur mánaðarlega, sem Sigmundur sagðist þó aldrei hafa þegið. Síðar útskýrði hann að hann hefði ekki þegið álagið upp á um 50.000 krónur mánaðarlega, sem þingmenn geti sótt um haldi þeir tvö heimili.

 

Nú hefur Sigmundur Davíð fært lögheimili sitt að nýju. Það er nú skráð í Garðabæ, að Skrúðási 7.

Sigmundur Davíð, nú formaður Miðflokksins, er ekki eini þingmaðurinn sem hefur tekið til þessa bragðs. Til dæmis upplýsti DV að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hefði þegið dreifbýlisstyrk Alþingis í um 30 ár þar sem hann er með skráð lögheimili á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, en hann hefur verið þingmaður Norðausturkjördæmis frá 1983, þrátt fyrir að hafa búið allan þann tíma í Reykjavík.

Spurning er því hvort fleiri þingmenn, eða forsetar Alþingis, fylgi í fótspor Sigmundar, ekki síst þegar lög um lögheimili eru höfð í huga.

 

Í lögum um lögheimili frá 1990 segir í 1. grein:

Lögheimili manns er sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu. 
 Maður telst hafa fasta búsetu á þeim stað þar sem hann hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er þegar hann er ekki fjarverandi um stundarsakir vegna orlofs, vinnuferða, veikinda eða annarra hliðstæðra atvika. 

Í 4. grein segir:

Leiki vafi á því hvar telja skuli að föst búseta manns standi, t.d. vegna þess að hann hefur bækistöð í fleiri en einu sveitarfélagi, skal hann eiga lögheimili þar sem hann dvelst meiri hluta árs. Dveljist hann ekki meiri hluta árs í neinu sveitarfélagi skal hann eiga lögheimili þar sem hann stundar aðalatvinnu sína enda hafi hann þar bækistöð. Það telst aðalatvinna í þessu sambandi sem gefur tvo þriðju hluta af árstekjum manns eða meira. 

 

Um húsnæðis- og dvalarkostnað segir á vef Alþingis:

Húsnæðis- og dvalarkostnaður

Þingmaður fyrir kjördæmi utan Reykjavíkur­kjördæma suður og norður og Suðvestur­kjördæmis fær fasta upphæð mánaðarlega til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði í Reykjavík. Búi hann í Reykjavík eða nágrenni er fjárhæðin ætluð til að standa undir sams konar kostnaði í kjördæmi. Þá getur þingmaður, sem þarf að halda tvö heimili, sótt um 40% álag. Reglur um álagið er að finna í reglum um þingfarar­kostnað, sbr. 3. mgr. 2. gr. Sérreglur eru um greiðslur til þingmanna er búa utan Reykjavíkur­kjördæma- suður og norður og Suðvestur­kjördæmis og aka daglega milli Alþingis og heimilis, sbr. 3. mgr. 4. gr. reglna um þingfarar­kostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Breskur auðkýfingur tryggir sér yfirráð yfir fleiri jörðum í Vopnafirði

Breskur auðkýfingur tryggir sér yfirráð yfir fleiri jörðum í Vopnafirði
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

„Tal um kynferðislega áreitni af minni hálfu á ekki við rök að styðjast“

„Tal um kynferðislega áreitni af minni hálfu á ekki við rök að styðjast“
Eyjan
Í gær

Vilhjálmur Birgisson: „Hugsið ykkur hvað leikurinn á milli atvinnurekenda, sveitafélaga og ríkis er hryllilega ójafn“

Vilhjálmur Birgisson: „Hugsið ykkur hvað leikurinn á milli atvinnurekenda, sveitafélaga og ríkis er hryllilega ójafn“
Eyjan
Í gær

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“

Gylfi stígur til hliðar um áramótin. „Nú siglir félagið inn í bjarta og spennandi tíma“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir ferðaþjónustuna aðeins vilja græða sem mest á náttúrunni og ekki greiða fyrir

Segir ferðaþjónustuna aðeins vilja græða sem mest á náttúrunni og ekki greiða fyrir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Undirverktakar hjá Strætó telja sig verða fyrir tjóni vegna framsals samnings úr þrotabúi Prime Tours – „Skýrt og augljóst kennitöluflakk“

Undirverktakar hjá Strætó telja sig verða fyrir tjóni vegna framsals samnings úr þrotabúi Prime Tours – „Skýrt og augljóst kennitöluflakk“