fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Skýrsla Byggðarstofnunar: Lægstar meðaltekjur á Norðurlandi vestra – Hæstar á Austurlandi

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. febrúar 2018 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Út er komin skýrslan Atvinnutekjur 2008-2016 eftir atvinnugreinum og svæðum, sem Byggðarstofnun lét gera. Í skýrslunni er leitast við að bregða ljósi á þróun atvinnutekna á tilteknum á svæðum frá árinu 2008 og hvaða atvinnugreinar eru stærstar á hverju svæði mælt í atvinnutekjum.

Meðal niðurstaðna má nefna að mest aukning í atvinnutekjum varð í greinum sem tengjast ferðaþjónustu á tímabilinu 2008-2016 en mestur samdráttur varð hins vegar í fjármálaþjónustu og mannvirkjagerð. Þá kemur einnig fram að meðaltekjur voru hæstar á Austurlandi ef litið er til einstakra landshluta.

 

Helstu niðurstöður eftir landsvæðum eru þessar:

Landið allt

Heildaratvinnutekjur á landinu voru hærri að raunvirði á árinu 2016 en árið 2008 en höfðu verið lægri að raunvirði öll árin fram að því. Atvinnutekjur á landinu öllu jukust um 9,7% að raunvirði á milli áranna 2008 og 2016. Aukningin á milli áranna 2015 og 2016 var hins vegar tæp 11%. Mælt í atvinnutekjum voru heilbrigðis- og félagsþjónusta, iðnaður og fræðslustarfsemi stærstu atvinnugreinarnar en þar á eftir komu verslun, opinber stjórnsýsla og flutningar og geymsla. Mest aukning á tímabilinu 2008-2016 varð í greinum sem tengjast ferðaþjónustu, þ.e. gistingu og veitingum, flutningum og geymslu og leigu og sérhæfðri þjónustu. Langmesti samdráttur varð hins vegar í fjármála- og vátryggingaþjónustu og mannvirkjagerð. Á milli áranna 2015 og 2016 varð veruleg aukning í áðurnefndum greinum sem tengjast ferðaþjónustu, en einnig í mannvirkjagerð, verslun, iðnaði og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Samdráttur varð hins vegar í atvinnutekjum í fiskveiðum. Meðalatvinnutekjur voru hæstar á Austurlandi ef litið er til einstakra landshluta árið 2016, en þar næst á höfuðborgarsvæðinu. Lægstar voru meðaltekjurnar á Suðurnesjum og Norðurlandi vestra.

Höfuðborgarsvæðið

Heildaratvinnutekjur á höfuðborgarsvæðinu hækkuðu um 9,1% á milli áranna 2008 og 2016. Hækkunin á milli áranna 2015 og 2016 var um 11%. Það þýðir að heildaratvinnutekjur á höfuðborgarsvæðinu náðu ekki tekjum ársins 2008 fyrr en árið 2016. Mestar atvinnutekjur voru greiddar í heilbrigðis- og félagsþjónustu, en þar á eftir komu verslun, fræðslustarfsemi og iðnaður. Mest aukning á milli áranna 2008 og 2016 var í gistingu- og veitingum, flutningum og geymslu og leigu og sérhæfðri þjónustu sem eru allt greinar sem tengjast ferðaþjónustu. Samdráttur varð hins vegar langmestur í fjármála- og vátryggingaþjónustu og mannvirkjagerð. Aukning á milli áranna 2015 og 2016 var hins vegar mest í flutningum og geymslu, verslun, mannvirkjagerð, leigu- og sérhæfðri þjónustu og í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Samdráttur varð hins vegar í fiskveiðum. Meðalatvinnutekjur voru hæstar á Seltjarnarnesi og í Garðabæ á árinu 2016 um fjórðungi yfir landsmeðaltali. Meðalatvinnutekjur í Kópavogi voru nokkuð yfir landsmeðaltali það ár en rétt yfir því í Mosfellsbæ og Kjósarhreppi og í Hafnarfirði. Meðalatvinnutekjur í Reykjavík voru hins vegar rétt undir landsmeðaltali. Mismunandi var á árinu 2016 hver var stærsta atvinnugreinin á einstökum svæðum innan höfuðborgarsvæðisins. Hæstar atvinnutekjur í Reykjavík voru í heilbrigðis- og félagsþjónustu, í fjármál- og vátryggingaþjónustu á Seltjarnarnesi, í verslun í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ og Kjósarhreppi og í iðnaði í Hafnarfirði.

Suðurnes

Heildaratvinnutekjur á Suðurnesjum hækkuðu um rúmlega 22% á milli áranna 2008 og 2016 en hækkunin á milli áranna 2015 og 2016 nam 18,5%. Mest af hækkun á atvinnutekjum á tímabilinu varð því á árinu 2016. Á árinu 2016 voru langmestu atvinnutekjurnar greiddar í flutningum og geymslu en þar nokkuð langt á eftir komu fiskvinnsla, fræðslustarfsemi, mannvirkjagerð, verslun, iðnaður og opinber stjórnsýsla. Sömuleiðis var langmesta aukningin í flutningum og geymslum á milli áranna 2008 og 2016. Nokkur aukning varð einnig í leigu og sérhæfðri þjónustu og gistingu og veitingum. Allar þessar greinar tengjast ferðaþjónustu og hafa sterka tengingu við Keflavíkurflugvöll. Verulegur samdráttur varð í mannvirkjagerð og nokkur í fjármálastarfsemi og vátryggingum. Atvinnutekjur 2008-2016 9 Meðaltekjur á Suðurnesjum voru árið 2016 um 90% af landsmeðaltali. Meðaltekjur voru hæstar í Grindavík, rétt um landsmeðaltal árið 2016 og höfðu hækkað verulega frá árinu 2008. Þær voru hins vegar aðeins um 90% í Reykjanesbæ og tæplega 85% í Sandgerði, Garði og Vogum. Stærstu atvinnugreinarnar mælt í atvinnutekjum í Grindavík árið 2016 voru fiskvinnsla og fiskveiðar. Í Reykjanesbæ voru það flutningar og geymsla en í Sandgerði, Garði og Vogum voru það flutningar og geymsla og fiskvinnsla.

Vesturland

Heildaratvinnutekjur á Vesturlandi hækkuðu um 6,5% á milli áranna 2008 og 2016. Þær hækkuðu um tæplega 9% á milli áranna 2015 og 2016 sem þýðir að líkt og á höfuðborgarsvæðinu var svæðið enn að endurheimta atvinnutekjur sem töpuðust í framhaldi af hruninu 2008 allt til ársins 2016. Á árinu 2016 voru mestu atvinnutekjurnar greiddar í iðnaði en nokkuð á eftir komu fræðslustarfsemi, fiskveiðar, heilbrigðis- og félagsþjónusta og fiskvinnsla. Mesta aukningin á svæðinu varð í fiskvinnslu, gistingu- og veitingum og í fræðslustarfsemi. Verulegur samdráttur varð í mannvirkjagerð en einnig í fjármála- og vátryggingaþjónustu og í fiskveiðum. Meðalatvinnutekjur á Vesturlandi voru rétt undir landsmeðaltali. Á suðursvæðinu með Akranes og Hvalfjarðarsveit og á Snæfellsnesi voru meðalatvinnutekjur aðeins yfir landsmeðaltali en langt undir landsmeðaltali í Borgarbyggð, Dalabyggð og Skorradalshreppi, þar sem þær voru aðeins ríflega 80% af meðaltalinu. Langstærsta atvinnugreinin á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit árið 2016 mælt í atvinnutekjum var iðnaður. Á Snæfellsnesi voru það fiskveiðar og fiskvinnsla. Í Borgarbyggð, Dalabyggð og Skorradalshreppi voru iðnaður og fræðslustarfsemi stærstu greinarnar.

Vestfirðir

Heildaratvinnutekjur á Vestfjörðum hækkuðu um tæp 5% á tímabilinu 2008 til 2016. Eftir lækkun í framhaldi af hruninu 2008 hækkuðu atvinnutekjur um 7% bæði árin 2015 og 2016. Mestu atvinnutekjurnar voru greiddar í fiskveiðum en nokkuð þar eftir koma fiskvinnsla, opinber stjórnsýsla, fræðslustarfsemi og heilbrigðis- og félagsþjónusta. Mesta aukningin í atvinnutekjum á Vestfjörðum varð í fiskeldi en nokkuð langt þar á eftir komu fræðslustarfsemi, heilbrigðis- og félagsþjónusta og gisting- og veitingar. Verulegur samdráttur varð hins vegar í mannvirkjagerð og opinberri stjórnsýslu auk fjármála- og vátryggingastarfsemi. Meðalatvinnutekjur á Vestfjörðum voru rétt undir landsmeðaltali. Segja má að meðalatvinnutekjur í Ísafjarðarbæ séu á pari við landsmeðaltal en aðrir hlutar Vestfjarða rétt undir því . Í Ísafjarðarbæ var fiskvinnsla stærsta atvinnugreinin mælt í atvinnutekjum árið 2016 en nokkuð þar á eftir komu heilbrigðis- og félagsþjónusta, fiskveiðar, fræðslustarfsemi og opinber þjónusta. Á Vestfjörðum utan Ísafjarðarbæjar voru fiskveiðar langstærsta atvinnugreinin um tvöfalt stærri en næsta grein sem var opinber stjórnsýsla. Þar á eftir komu síðan fræðslustarfsemi, fiskvinnsla og fiskeldi. Eins og fram kom í skýrslu um atvinnutekjur fyrir árin 2008-2015 varð mikil óskýrð lækkun í opinberri þjónustu snemma á umræddu tímabili. Að skipta Vestfjörðum í tvennt, með og án Ísafjarðarbæjar, er ekki æskileg skipting en miðað við gefnar forsendur um lágmarksíbúafjölda á hverju svæði innan landshluta, var ekki mögulegt að gera þetta á annan hátt.

 

Norðurland vestra

Heildaratvinnutekjur jukust aðeins um ríflega 4% á tímabilinu 2008 til 2016 á Norðurlandi vestra. Það gerist þrátt fyrir að árin 2015 og 2016 hafi atvinnutekjur aukist um 6-7% hvort ár. Mestu atvinnutekjurnar voru greiddar í opinberri stjórnsýslu og fræðslustarfsemi. Þar á eftir komu verslun, fiskveiðar, heilbrigðis- og félagsþjónusta og iðnaður. Mesta aukningin á tímabilinu í atvinnutekjum á Norðurlandi vestra varð í landbúnaði10, gistingu og veitingum, verslun og í fræðslustarfsemi. Verulegur samdráttur varð hins vegar í mannvirkjagerð og nokkur samdráttur í heilbrigðis- og félagsþjónustu og í fiskveiðum. Meðalatvinnutekjur á Norðurlandi vestra árið 2016 voru aðeins 90% af landsmeðaltali. Mikill munur er á Skagafjarðarsýslu þar sem að meðalatvinnutekjur voru 95% af landsmeðaltali og Húnavatnssýslum þar sem þær náðu aðeins 83%. Í Húnavatnssýslum var opinber stjórnsýsla stærsta atvinnugreinin árið 2016 mælt í atvinnutekjum en í Skagafjarðarsýslu var það fræðslustarfsemi, verslun og opinber stjórnsýsla.

Norðurland eystra

Á Norðurlandi eystra jukust heildaratvinnutekjur um tæp 12% á milli áranna 2008 og 2016. Eins og víða annars staðar varð veruleg aukning á árunum 2015 og 2016 en hún var 7-8% hvort ár. Mestu atvinnutekjurnar í landshlutanum voru greiddar í heilbrigðis- og félagsþjónustu, fræðslustarfsemi, iðnaði og fiskveiðum. Mesta aukningin á tímabilinu í atvinnutekjum á Norðurlandi eystra var í gistingu og veitingum, iðnaði og í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Samdráttur varð í mannvirkjagerð, fiskveiðum og fjármála- og vátryggingaþjónustu. Meðalatvinnutekjur á Norðurlandi eystra voru um 95% af landmeðaltali. Þegar tölurnar eru brotnar niður á svæði sést að svæðið Eyjafjörður án Akureyrar og Akureyri eru sitthvorum megin við 95% en Þingeyjarsýslur verulega undir landsmeðaltali með ríflega 91%. Stærsta atvinnugreinin á svæðinu Eyjafirði án Akureyrar mælt í atvinnutekjum árið 2016 voru fiskveiðar. Á Akureyri var heilbrigðis- og félagsþjónusta stærst en þar á eftir komu fræðslustarfsemi og iðnaðar. Í Þingeyjarsýslunum voru fræðslustarfsemi, mannvirkjagerð, fiskveiðar og opinber stjórnsýsla stærstu greinarnar.

Austurland

Á Austurlandi drógust heildaratvinnutekjur saman um 6,4% á tímabilinu 2008 til 2016 sem er afleiðing af því að á fyrri hluta tímabilsins lauk stórframkvæmdum við virkjun og uppbyggingu álvers á svæðinu. Atvinnutekjur á árunum 2015 og 2016 jukust um 7% fyrra árið en aðeins 3% það seinna. Langmestu atvinnutekjurnar á Austurlandi komu úr Iðnaði en nokkuð langt þar á eftir komu fiskvinnsla, fiskveiðar og fræðslustarfsemi. Mesta aukningin á tímabilinu í atvinnutekjum á Austurlandi var í fiskvinnslu, gistingu og veitingum og í fræðslustarfsemi. Langmesti samdrátturinn varð hins vegar í mannvirkjagerð vegna loka stórframkvæmda, í iðnaði og fjármála- og vátryggingastarfsemi. Meðalatvinnutekjur á Austurlandi voru 8% yfir landsmeðalatali árið 2016. Á norðurhluta svæðisins (norðan Fagradals) voru meðalatvinnutekjur aðeins undir landsmeðaltali en á suðurhlutanum (sunnan Fagradals) voru meðalatvinnutekjur 17% yfir landsmeðaltali. Varðandi hækkun á atvinnutekjum í landbúnaði verður að líta til þess að reiknað endurgjald bænda hækkaði verulega á tímabilinu. Stærsta atvinnugreinin í norðurhlutanum mælt í atvinnutekjum árið 2016 var iðnaður. Það sama var upp á teningnum í suðurhlutanum en þar á eftir komu fiskvinnsla og fiskveiðar.

Suðurland

Á Suðurlandi jukust heildaratvinnutekjur um 16% á tímabilinu 2008 og 2016. Á árunum 2015 og 2016 jukust þær um 10% hvort ár. Mestu atvinnutekjurnar komu úr fræðslustarfsemi, iðnaði og félags- og heilbrigðisþjónustu. Langmesta aukningin á tímabilinu í atvinnutekjum á Suðurlandi var í gistingu og veitingum, þá í fiskvinnslu, fræðslustarfsemi og í leigu og sérhæfðri þjónustu. Mestur samdráttur varð hins vegar í mannvirkjagerð og fiskveiðum. Meðalatvinnutekjur á Suðurlandi voru um 91% af landsmeðaltali árið 2016 en mjög breytilegar innan landshlutans. Þannig voru meðalatvinnutekjur í Vestmannaeyjum 8% yfir landsmeðaltali og aðeins yfir landsmeðaltali í Skaftafellssýslum. Í Árborg voru þær hins vegar aðeins um 89% af landsmeðaltali, 87% í Hveragerði og Ölfus, 83% í Rangárvallasýslu og aðeins 78% af landsmeðaltali í Árnessýslu utan Árborgar, Hveragerðis og Ölfus. Stærstu atvinnugreinarnar mældar í atvinnutekjum árið 2016 voru einnig mismunandi. Í Skaftafellssýslum var stærsta greinin gisting og veitingar sem var á pari við fiskvinnslu og fiskveiðar samtals. Í Vestmannaeyjum voru fiskveiðar og fiskvinnsla langstærstu greinarnar. Í Rangárvallasýslu var það iðnaður. Í Árnessýslu utan Árborgar, Hveragerðis og Ölfus var það landbúnaður. Í Árborg voru stærstu greinarnar fræðslustarfsemi, iðnaður og heilbrigðis- og félagsþjónusta. Í Hveragerði og Ölfusi var það síðan heilbrigðis- og félagsþjónusta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“