fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Nei, þetta snýst ekki um borg á móti sveit

Egill Helgason
Miðvikudaginn 14. febrúar 2018 22:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er náttúrlega gömul brella sem Ásmundur Friðriksson notaði í Kastljósinu í kvöld að stilla upp akstursmálum sínum og viðbrögðum við þeim sem einhvers konar togstreitu milli borgar- og landsbyggðar. Þegar málin eru komin í þann farveg er hægt að fara að þrasa endalaust um aukaatriði. Borg á móti sveit.

Og annað kunnuglegt bragð er að segja að maður sé lagður í einelti af fjölmiðlum.

En auðvitað snýst þetta ekki um landsbyggðarfólk annars vegar og 101-rottur hins vegar (Ásmundur hefur væntanlega ætlað að nota orðið „miðbæjarrottur“ sem er þekkt, hitt hefur ekki heyrst fyrr, hliðstæða væri að tala um „sveitavarginn“).

Heldur einfaldlega að fara að settum reglum.

„Viljum við hafa þingmenn á landsbyggðinni eða viljum við bara að allir séu 101-rottur?“ spurði Ásmundur. En staðreyndin er sú að Alþingi gerir margvíslegar ráðstafanir til að auðvelda landsbyggðarfólki að sitja á þingi, eins og lesa má í reglum um þingfararkostnað.

Svo er heldur ekkert sem bendir til þess að Íslendingar vilji ekki hafa landsbyggðarfólk á þingi. Fjarri því.  Til dæmis er atkvæðavægi þannig á Íslandi að landsbyggðin hefur meiri þingstyrk en íbúafjöldinn gefur til kynna – misvægið er allt að tvöfalt. Fátt bendir til að þetta sé að fara að breytast.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki