fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

María Grétarsdóttir oddviti lista Miðflokksins í Garðabæ

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. febrúar 2018 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðflokkurinn mun bjóða fram til bæjarstjórnar í Garðabæ í sveitarstjórnarkosningum vorið 2018 og mun María Grétarsdóttir leiða listann, samkvæmt tilkynningu. Hún hefur setið sem fulltrúi M-lista, lista FÓLKSINS í bænum, frá 1013.

María er fædd 1964 og er viðskiptafræðingur að mennt með meistarapróf í stjórnun og stefnumótun.

Miðflokknum er mikill styrkur af því að fá Maríu til liðs við sig en hún er gjörkunnug bæjarstjórnarmálum og hefur starfað sem bæjarfulltrúi í Garðabæ á kjörtímabilinu sem er að líða og sem varabæjarfulltrúi árin 1998-2006. Á starfstíma sínum hefur María m.a. verið formaður fjölskylduráðs og barnaverndarnefndar Garðabæjar og formaður leikskólanefndar bæjarins auk þess að eiga sæti í íþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar.

Undirbúningur Miðflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018 er nú í fullum gangi og þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í að móta samfélagið í Garðabæ á næsta kjörtímabili er bent á að senda má framboðstilkynningar eða fyrirspurnir á póstfangið gardabaer@midflokkurinn.is.

Tekið er á móti óskum um framboð til miðnættis þann 26. febrúar og í þeim skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram: Nafn, heimilisfang, starfsheiti, símanúmer, netfang og það sæti sem óskað er eftir.

Listi Miðflokksins í Garðabæ verður kynntur fyrir 15. mars n.k.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki