Eyjan

Flóttinn úr fjölmiðlunum yfir í almannatengslin

Egill Helgason
Föstudaginn 9. febrúar 2018 08:55

Nokkrir félagar mínir á RÚV fóru í dag að tala á svokölluðum Framadögum í Háskólanum í Reykjavík. Ef ég skil rétt er þetta að miklu leyti kynning á störfum. Ég sagði við þau áður en þau fóru að réttast væri að þau ráðlegðu öllu unga fólkinu að forðast störf í fjölmiðlum. Þau væru illa borguð, starfsöryggið væri lítið, vonir því að vinna sig upp væru frekar lélegar – og það sem verra væri, horfur í starfinu hefðu snarversnað á síðustu árum.

Ég veit ekki hvort þau tóku nokkuð mark á mér.

En það er tímanna tákn að auglýst sé starf upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar og umsækjendur séu 54 talsins – og þar af sumir bestu blaða- og fréttamenn landsins. Næsti upplýsingafulltrúi mun reyndar taka við af afburðagóðum fjölmiðlamanni sem hætti til að fara í annað upplýsingafulltrúadjobb.

Ætli fylgi einkennisbúningur starfinu hjá Landhelgisgæslunni. Það myndi sjálfsagt heilla – fyrir utan kjörin.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af