fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Sigurður Ingi um borgarlínuna: „Óraunhæft að ríkið borgi þetta að öllu leyti“

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. janúar 2018 08:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu-og sveitastjórnarráðherra, segir að engin umræða um framlag ríkissins til borgarlínu hafi farið fram, ranglega hafi verið haldið fram hlutfalli kostnaðar einstakra sveitafélaga. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

„Menn eru komnir svolítið fram úr sér í umræðunni. Samgönguráðuneytið og Vegagerðin tóku í fyrra sæti í undirbúningshópum með sveitarfélögunum. Þetta var gert með tveimur fyrirvörum. Annars vegar þyrfti að skoða samgöngur á stofnbrautum heildstætt í þessum undirbúningi en ekki aðeins borgarlínuna. Hins vegar að engin fjárskuldbinding væri fólgin í þessari aðkomu.

Síðan hefur það gerst að í stjórnarsáttmála [nýrrar ríkisstjórnar] segir að við ætlum að styðja við borgarlínu. Við höfum átt samtal við borgarstjóra um borgarlínuna. Fulltrúar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu eru auðvitað upphafsmenn þessarar hugmyndar. Allar frekari viðræður eru eftir, þar með talið um fjármögnun,“

segir Sigurður Ingi í Morgunblaðinu.

Aðspurður hvort sveitarfélögin og þá aðallega Reykjavík, geti gengið að tugum milljarða frá ríkinu vegna borgarlínu á næstu árum, svaraði Sigurður Ingi:

„Við eigum þetta samtal eftir við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Mín afstaða er að óraunhæft sé að ríkið borgi þetta að öllu leyti. Það er mikilvægt að ríkisvaldið og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu haldi áfram að þróa samtal um samgöngur og almenningssamgöngur. Þar með talið um aðkomu ríkisins að fjármögnun á þessu verkefni,“

Samkvæmt Eyjólfi Árna Rafnssyni, ráðgjafa sveitafélaganna vegna borgarlínu, er fyrirhugað að fjármagna verkefnið með ýmsum hætti, eins og lántöku, aðkomu langtímafjárfesta, eins og lífeyrissjóðanna, sem og fjámögnum sveitafélaganna sjálfra.

Kostnaður er áætlaður um 70 milljarðar króna við borgarlínuna og að framkvæmdir hefjist árið 2020

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma