fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Borgin úthlutaði lóðum fyrir 1711 íbúðir árið 2017

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 19. janúar 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við Sléttuveg í Fossvogi hefur verið úthlutað lóðum fyrir 144 íbúðir aldraðra sem Sjómannadagsráð hyggst byggja.

Alls voru samþykktar lóðaúthlutanir fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði á síðasta ári. Mikill meirihluti úthlutaðra lóða var fyrir byggingarfélög sem starfa án hagnaðarsjónarmiða. Borgarráð fékk kynningu á úthlutunum lóða á fundi sínum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni.

Úthlutað var lóðum fyrir 1.711 íbúðir í borgarráði í fyrra. Af þeim eru 1.422 íbúðir sem úthlutað var til félaga sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni en þar eru íbúðir fyrir stúdenta, eldri borgara og lágtekjufólk í meirihluta.

Eins er forvitnilegt að meirihluti lóðanna er ekki á hefðbundnum þéttingarreitum í Miðborginni en uppbygging á þeim öllum mun hins vegar þétta byggð.

„Þetta er algjört metár í lóðaúthlutunum,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.

„Til að átta sig á stærðargráðunni þá hittist raunar svo skemmtilega á að 1.711 íbúðir er nákvæmlega heildarfjöldi íbúða á öllu Seltjarnarnesi eins og fjöldi þeirra var í árslok 2016. Það er líka mjög mikilvægt að hafist verði handa við þær 1.422 íbúðir sem byggjast munu á lóðum sem úthlutað var til félaga sem ekki starfa í hagnaðarskyni. Verkefni á vegum þeirra hafa verið áberandi hluti af húsnæðisáætlun borgarinnar enda leika þau lykilhlutverk við að útvega húsnæði á viðráðanlegu verði. Lóðaúthlutanir til þeirra munu því sannarlega halda áfram á þessu ári, en nokkur vilyrði um það liggja þegar fyrir,“

segir Dagur.

Stærstu úthlutanirnar árið 2017 voru til Félagsstofnunar Stúdenta sem er þegar byrjað að byggja 244 íbúðir við Sæmundargötu í Vatnsmýri, Háskólans í Reykjavík sem mun byggja 370 íbúðir við Nauthólsveg, Bjargs íbúðafélags í eigu verkalýðshreyfingarinnar sem mun byggja 156 íbúðir við Móaveg í Grafarvogi og um 80 íbúðir á tveimur lóðum í Úlfarsárdal, Sjómannadagsráðs sem mun byggja 144 íbúðir við Sléttuveg í Fossvogi og til félagsins Vesturbugtar sem byggir 176 íbúðir við Vesturbugt við gömlu höfnina. Þá er Búseti að hefja byggingu á 78 íbúðum á lóðinni við Keilugranda 1 þar sem SÍF skemman stóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“