fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Donald Trump: „ Því erum við að fá allt þetta fólk frá þessum skítalöndum ?“

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 12. janúar 2018 08:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mynd/EPA

Donald Trump Bandaríkjaforseti var ekkert að skafa af hlutunum í gær, er hann ræddi mál innflytjenda á skrifstofu sinni í Hvíta húsinu, að viðstöddum þingmönnum demókrata og repúblikana. Voru þingmennirnir að kynna drög að þverpólitískri málamiðlun er varðar breytingar á innflytjendalöggjöfinni, þegar talið barst að Haítí, El Salvador og ótilgreindum Afríkuríkjum.

 

 

Um þau sagði Trump:

„ Því erum við að fá allt þetta fólk frá þessum skítalöndum ?“ (e: shithole countries)

Þá lagði Trump til að frekar ætti að fá meira fólk frá löndum eins og Noregi og Asíu, þar sem slíkt fólk gæti hjálpað Bandaríkjunum í efnahagslegu tilliti, en Trump hitti Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs á miðvikudaginn.

Um Haíti sagði hann sérstaklega:

„Því þurfum við fleiri Haítibúa ? Takið þá út.“

Talsmenn Hvíta hússins hafa ekki borið til baka þessar fréttir af ummælum Trump, þó einn þeirra hafi varið ummælin, er hann sagði að ákveðnir stjórnmálamenn kysu að berjast fyrir erlend ríki, meðan Trump berðist fyrir bandarísku þjóðina.

Heimild: Washington Post

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“