fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Landsnet svarar Landvernd – Segir skýrslu Metsco óraunhæfa og villandi

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. janúar 2018 11:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsnet hefur gert athugasemd við skýrslu sem ráðgjafafyrirtækið Metsco vann fyrir Landvernd um raforkukerfið á Vestfjörðum, þar sem fullyrt var að tífalda mætti raforkuöryggi með því að leggja hluta svokallaðrar Vesturlínu í jörð sem og fleiri rafmagnslínur á sunnanverðum Vestfjörðum.

 

 

 

Að sögn Steinunnar Þorsteinsdóttur upplýsingafulltrúa Landsnets, þarf að meta kosti jarðstrengja þar sem svigrúmið til jarðstrengslagna sé mismunandi:

 

„Hjá Landsneti hefur verið unnið að styrkingu á flutningskerfinu á Vestfjörðum undanfarin ár, til dæmis með byggingu varaaflsstöðvar í Bolungarvík og lagningu jarðstrengs í Bolungarvíkurgöng. Að auki er unnið að undirbúningi hringtengingar á milli norður – og suðurfjarðanna, meðal annars með sæstreng yfir Arnarfjörð og lagningu á jarðstreng í gegnum Dýrafjarðargöng. Í hringtengingunni leggjum við áherslu á að nota jarðstrengi eins mikið og kostur er vegna aðstæðna. Þegar metnar eru tengileiðir milli staða á Vestfjörðum er kostnaður vegna jarðstrengja sambærilegur við loftlínur og því mikilvægt að horft sé til kosta jarðstrengja. Tæknilegar hindranir koma þó í veg fyrir að hægt sé að leggja allar línur í jörð. Ólíkur styrkur kerfisins milli landsvæða er meginástæða þess að svigrúm til jarðstrengslagna er mismunandi. Þar sem kerfið er sterkt er meira rými til þess heldur en þar sem styrkurinn er lítill.“

 

Steinunn segir kerfið á Vestfjörðum það veikasta á landinu öllu og rekstur á jarðstrengjum reyni mikið á þolmörk kerfisins:

„Vesturlínan er um 160 km, frá Hrútatungu að Mjólká og áætlað er að hægt sé að leggja um 15 – 20 km af henni í jörðu. Fyrir nokkrum árum var lagður 12 km langur jarðstrengur í Bolungarvíkurgöng. Við rekstur á jarðstrengnum hefur reynt á þolmörk kerfisins og því hefur Landsnet góðar upplýsingar um styrk kerfisins á svæðinu.“

 

Steinunn segir skýrsluna sem unnin var fyrir Landvernd óraunhæfa og villandi og vill að stjórnvöld geri sjálfstæða úttekt á niðurstöðum skýrslunnar:

„Skýrslan sem Metsco gerði fyrir Landvernd fjallar ekkert um þessa takmörkun á lengd jarðstrengja heldur gerir ráð fyrir að hægt sé að leggja jarðstrengi á alla Vestfirði sem er óraunhæft. Staðreyndin er að einungis er hægt að leggja hluta kerfisins í jörð og því fullyrðingar um að hægt sé að tífalda afhendingaröryggi á Vestfjörðum með jarðstrengjum villandi. Öll umræða um styrkingu á kerfinu er af hinu góða en mikilvægt er að hún byggist á réttum forsendum og hvetjum við hjá Landsneti stjórnvöld til að gera sjálfstæða úttekt á niðurstöðum skýrslunnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG