Eyjan

Samantekt Vinnumálastofnunar: Fimm ára met slegið í hópuppsögnum

Trausti Salvar Kristjánsson skrifar
Föstudaginn 5. janúar 2018 12:21

Hópuppsagnir á árinu 2017 voru samtals 17, þar sem 632 manns misstu vinnuna. Ekki hafa svo margir misst vinnuna á einu ári frá því 2011. Þetta kemur fram í skýrslu Vinnumálastofnunar.

Flestum var sagt upp í fiskvinnslu, eða 241 (38%). Þá næst kemur iðnaðarframleiðsla, þar sem 125 misstu vinnuna (20%) og þá 86 manns í verslunargeiranum (14%).

 

 

Meirihluti uppsagna voru á höfuðborgarsvæðinu, eða um 56 prósent. Þar næst er Vesturland með um 20 prósent, Suðurland með um 19 prósent og 5 prósent uppsagna voru á Norðurlandi eystra og Suðurnesjum.

Flestir misstu vinnuna í nóvember, eða 118 manns. Í febrúar misstu 107 manns vinnuna og 92 í maí. Engin missti vinnuna í apríl, júlí eða desember.

Frá árinu 2008 hafa 10.650 manns miss vinnuna í hópuppsögnum, flestir  frá desember 2008 til febrúar 2009, í kjölfar hrunsins. Fram til 2014 fækkaði hópuppsögnum ár frá ári, en árið 2015 jókst þróunin aftur og fer sívaxandi. Stærstur hluti hópuppsagna komu til framkvæmda á liðnu ári, eðað 437, en 195 taka gildi á þessu ári.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af