fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Heimildarþættir um sögu varnarliðsins á Íslandi

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 5. janúar 2018 17:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýning heimildarþáttaraðarinnar „VARNARLIÐIГ, sem er í fjórum hlutum, hefst í Ríkissjónvarpinu sunnudaginn 7. janúar kl. 19.45 og stendur næstu þrjá sunnudaga þar á eftir. Þættirnir fjalla um sögu bandaríska varnarliðsins á Íslandi á árunum 1951-2006 og byggja á rannsóknum Friðþórs Eydal sem starfaði um árabil í aðalstöðvum varnarliðsins.

 

 

 

Í þáttunum koma fram margvíslegar áður óbirtar upplýsingar um starfsemi og tilgang herliðsins og mikið af myndefni sem ekki hefur sést fyrr. Viðtöl eru m.a. við innlenda og erlenda fræðimenn og rætt við fyrrum hermenn og íslenska starfsmenn.

 

 

 

Meðal nýrra upplýsinga í þáttunum er: Keflavíkurflugvöllur lék stórt hlutverk í hernaðaráætlunum kjarnorkusprengjuflugflota Bandaríkjanna á sjötta áratugnum með samþykki íslenskra stjórnvalda. Á sjöunda og áttunda áratugnum varð megináherslan á gagnkafbátahernað ásamt stuðningi við nýja sóknarstefnu á norðurslóðum sem Bandaríkjaher tók upp á níunda áratugnum. Er þróuninni lýst í þáttunum ásamt mikilvægi
herbækistöðva í landinu.

Skýrð er í fyrsta sinn hvernig starfrækslu kafbátaleitarflugsins frá Keflavíkurflugvelli var háttað og lýst rekstri mikilvægra stöðva til neðansjávarhlustunar og fjarskiptamiðunar, sem þóttu ómissandi við kafbátaleitina, ásamt fjarskipta- og staðsetningarkerfi fyrir bandaríska kjarnorkukafbáta.

Einnig er varpað nýju ljósi á samskipti stjórnvalda og mikilvæg hagsmunamál á borð við flugvallarreksturinn, björgunarmál og þætti innlendra aðila í þjónustu og verktöku fyrir varnarliðið. Þá er ítarleg umfjöllun um líf og störf í herstöðinni og viðtöl við helstu samningamenn Íslands og Bandaríkjanna í langdregnum viðræðum um samdrátt og brotthvarf varnarliðsins.

 

Handrit: Friðþór Eydal, Konráð Gylfason og Guðbergur Davíðsson

Leikstjórn: Konráð Gylfason og Guðbergur Davíðsson.
Framleiðsla: Ljósop og KAM film.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn