fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Pútín segir tilgangslaust að herða refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 5. september 2017 09:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladimír Pútín Rússlandsforseti. Mynd/EPA

Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir það tilgangslaust að herða refsiaðgerðir á Norður-Kóreu og að þeir myndu frekar bíta gras en að hætta kjarnorkuáætlun sinni. Sameinuðu þjóðirnar hafa rætt um að herða refsiaðgerðir í kjölfar þess að Norður-Kóreumenn sprengdu vetnissprengju síðastliðinn sunnudag, um að er ræða mun öflugri sprengju en þeir hafa prófað hingað til og segjast þeir nú geta komið sprengju fyrir á langdrægri eldflaug.

Pútín sagði á fundi Briks-landanna, Brasilíu, Rússlandi, Indlandi, Kína og Suður-Afríku, í Kína í morgun að viðræður við Norður-Kóreu væru eina leiðin til að losa spennuna á Kóreuskaga. „Hernaðarmóðursýki“ myndi aðeins leiða til hörmunga:

Þeir myndu frekar borða gras en að hætta við kjarnorkuáætlun sína nema að þeim finnist að þein sé ekki ógnað. Og hvað minnkar ógn? Að endurreisa alþjóðalög. Við eigum að stuðla að samskiptum allra aðila,

sagði Pútín. BBC segir að Kínverjar séu á sama máli. Bandaríkjamenn og Suður-Kóreu hafa tekið harða afstöðu gegn eldflauga- og kjarnorkutilraunum Norður-Kóreu, er búið að setja upp eldflaugapalla í Suður-Kóreu og eru flugmóðurskip Bandaríkjamanna komin í viðbragðsstöðu. Nikki Haley sendifulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ segir að aðeins hörðustu refsiaðgerðir dugi til að þvinga Norður-Kóreumenn að samningaborðinu, Angela Merkel Þýskalandskanslari tók undir það í morgun og sagði að herða þyrfti refsiaðgerðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki