fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Virði Haga hefur lækkað um 18,6 milljarða frá opnun Costco

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 8. ágúst 2017 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að Costco opnaði hefur nánast verið stöðugt annríki í versluninni. Mynd/Sigtryggur Ari

Markaðsvirði Haga hefur lækkað um 18,6 milljarða frá því að verslun Costco opnaði fyrir rúmum tveimur mánuðum. Þegar markaðir lokuðu á föstudaginn stóð gengi Haga, sem reka meðal annars Bónus og Hagkaup, í 39,4 krónum á hlut sem er 28,7% verðlækkun frá gengi Haga daginn sem að Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag.

Eftir lokun markaða á föstudaginn sendu Hagar frá sér afkomuviðvörun annan mánuðinn í röð. Þar kom fram að EBITDA félagsins verði um fimmtungi lægri fyrir annan ársfjórðung ársins heldur en var fyrir ári síðan. Í afkomuviðvöruninni kom fram að unnið væri að miklum breytingum á verslun Hagkaups í Kringlunni og að lokun efri hæðarinar í febrúarlok hafi haft áhrif á veltu félagsins. Þar að auki stæðu yfir breytingar á verslun Zöru í Smáralind. Þær breytingar hefðu áhrif á sölutekjur og kostnað þar til að verslanirnar opna á ný í október. Unnið væri að hagræðingu og að bæta verslanir og þjónustu við neytendur til að takast á við breytt samkeppnisumhverfi.

Frá því að Costco opnaði hefur nánast verið stöðugt annríki í versluninni og var nýliðin verslunarmannahelgi engin undantekning. Þegar blaðamann bar að garði um miðjan dag á laugardag voru öll bílastæði fyrir utan Costco upptekin og þurftu því viðskiptavinir Costco að fyrir utan verslun Bónus, sem er einnig í Kauptúni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn