fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Fáránlegt að refsa íslenskum kaupmönnum vegna Costco: „Það refsar fyrirtækjum sem það á sjálft!“

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 24. ágúst 2017 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gerald Sullenberger. Mynd/DV

Jón Gerald Sullenberger kaupmaður í Kosti á Dalvegi segir að hann verði var við mikla reiði og á óánægju í garð íslenskra kaupmanna í kjölfar komu Costco til landsins. Segir hann í viðtali við ViðskiptaMoggann í dag að það sé fáránlegt allt saman að refsa kaupmönnum vegna Haga þar sem Hagar séu í eigu neytenda í gengum lífeyrissjóðina:

„Ég tel að þetta eigi helst við um Haga og yfirmenn þeirra en það hefur lítið að gera með okkur hin. Eins má benda á að þetta er komið í heilan hring, því hverjir eru stærstu eigendur stóru keðjanna í dag? Jú, það eru lífeyrissjóðirnir okkar. Það er eins og fólk átti sig ekki á þessu. Það refsar fyrirtækjum sem það á sjálft! Þetta er pínu fáránlegt allt saman,“

segir Jón Gerald. Hann segir mikla fákeppni hafa ríkt á matvörumarkaði þegar hann opnaði Kost árið 2009, þá hafi Baugur verið með 65% af markaðnum og enn meira á höfuðborgarsvæðinu. Telur hann að stjórnvöld hefðu átt að skipta Baugi upp þegar hann fór í þrot:

Ég átti ekki von á öðru en þetta yrði allt brotið upp og viðskiptaumhverfið gert eðlilegra. Reyndar hafa Hagar misst markaðshlutdeild eftir að lífeyrissjóðirnir fjárfestu líka í Festi sem á og rekur Krónuna og fleiri verslanir, en báðir aðilar hafa verið að bæta við sig verslunum. Krónan er komin með fjórar nýjar verslanir frá hruni og tvær til viðbótar eru á teikniborðinu í Garðabæ og Akureyri. Hagar hafa byggt sex nýjar Bónusverslanir frá hruni og mér skilst að þeir séu ekki hættir. Hér í Kópavogi eru fjórar Bónusverslanir og þrjár Krónubúðir. Ef við tökum þetta saman þá eru 12 matvöruverslanir í Kópavogi og hér búa um 35 þúsund manns. Þetta kallar maður offjárfestingu í boði lífeyrissjóðanna.

Segir Jón Gerald samkeppnisumhverfið í dag vera glórulaust:

Er virkilega vöntun á öllum þessum verslunum? Og allt veltur þetta á endanum út í matvöruverðið. Hvernig eiga minni verslanirnar að geta keppt í þessu umhverfi; annars vegar við lífeyrissjóði landsins, sem eru búnir að setja milljarða í þessar tvær keðjur, og svo Costco, stærstu heildverslun í heimi? Þetta er glórulaust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna