fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Sameinuðu þjóðirnar ávíta Trump

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 23. ágúst 2017 16:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti ávarpar stuðningsmenn sína í Phoenix í Arizonaríki í gærkvöldi. Mynd/EPA

Sameinuðu þjóðirnar ávíta Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir að hafna alfarið kynþáttaníð og hatursglæpi í bænum Charlottesville í Virginíu sem og víðar í Bandaríkjunum. Mótmæli nýnasista og rasista í bænum og viðbrögð Trump við þeim halda áfram að draga dilk á eftir sér, hafa bæði andstæðingar og samherjar Trump gagnrýnt hann fyrir að fordæma ekki nýnasistana heldur kenna báðum hliðum um ofbeldið í Charlottesville sem dró eina konu til dauða.

Mannréttindaráð SÞ sagði í yfirlýsingu sinni að heimurinn væri ekki staður fyrir hugmyndafræði um að einn kynþáttur væri öðrum æðri:

Við biðlum til stjórnvalda í Bandaríkjunum, hátt settra stjórnmála- og embættismanna, að takast á við rætur útbreiðslu slíkra hugmynda,

segir í yfirlýsingu mannréttindaráðsins. Trump sagði á fundi með stuðningsmönnum sínum í Pheonix í gær fjölmiðla hafa snúið út úr ummælum sínum um atburðina í Charlottesville, það hefði verið logið upp á sig þar sem hann hefði strax kallað eftir samstöðu og ást eftir atburðina:

Þeir sem valda ofbeldi eru glæpamenn og óþokkar, þar á meðal KKK og nýnasistar og aðrir haturshópar sem standa gegn gildum okkar sem Bandaríkjamanna. Ég spyr ykkur, getur það verið betra en það? Í fullri sanngirni,

sagði Trump við stuðningsmenn sína. Hann sagði svo fjölmiðla hræsnara sem fjölluðu öðruvísi um sig en forvera sinn Barack Obama:

Þegar það var stórt vandamál, þá sagði Obama aldrei að það hefði gerst vegna öfgafullra íslamskra hryðjuverkamanna. Hann sagði það aldrei, hann þurfti það ekki. Vitiði af hverju? Því þeir eru hræsnarar, fjölmiðlar eru algjörlega óheiðarlegir og þeir eru hræsnarar. Þið hafið aldrei heyrt þá segja það, maður er gagnrýndur bara fyrir að segja það. Með mig þá sagði ég það hreint út en þeir vildu ekki segja frá því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt