fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Hagfræðingar ánægðir: Gott mál að taka seðlana úr umferð

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 22. júní 2017 14:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Magnússon, Benedikt Jóhannesson og Jón Steinsson. Samsett mynd/DV

Jón Steinsson hagfræðingur segir mjög gott mál að taka 5.000 og 10.000 króna seðlana úr umferð, undir það tekur Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra. Ákvörðun Benedikts Jóhannessonar fjármála- og efnahagsráðherra um að taka seðlana úr umferð á næstunni hefur vakið hörð viðbrögð, segir Egill Helgason að þetta sé „einhver fávitalegasta efnahagsaðgerð sem maður hefur heyrt um“ og segir Máni Pétursson að þetta sé árás á alþýðu landsins gerð til að auka hagnað kortafyrirtækja.

Jón Steinsson lektor í hagfræði við Columbia háskóla segir í samtali við Eyjuna að mikilvægasta ástæðan fyrir því að leggja seðlunum sé líkt og ráðherra segi, að torvelda skattsvik, svarta atvinnustarfsemi, og glæpastarfsemi:

Með því að taka þessa seðla úr umferð er verið að leggja stein í götu þeirra sem stunda skattsvik, svarta atvinnustarfsemi, og glæpastarfsemi,

segir Jón og vísar í ýmsar rannsóknir máli sínu til stuðnings. Segir Jón að engin raunveruleg þörf sé á stórum peningaseðlum:

Það er vitaskuld mikilvægt að í dag er orðið mjög auðvelt að greiða fyrir alla skapaða hluti á rafrænan hátt. Það er því ekki lengur nein raunveruleg þörf fyrir stærri seðla. Þess vegna vega ókostnirnir við slíka seðla þyngra í dag. Fyrir nokkrum áratugum hefði svona aðgerð haft meiri neikvæð áhrif þar sem rafrænar greiðslur voru erfiðari,

segir Jón, þar að auki auðveldi það Seðlabankanum að lækka vexti:

Hin aðal rökin fyrir því að taka stærri seðla úr umferð er að það auðveldar Seðlabankanum að lækka vexti niður fyrir núll. Þau rök eru reyndar ekki jafn mikilvæg á Íslandi þar sem vextir eru alla jafna mjög háir á Íslandi. En í öðrum löndum eru þessi rök mikilvæg

Greiðslumiðlun á að geta verið ódýrari

Jón telur þó mikilvægt að huga að reglum um færslugjöld í þessu sambandi, undir það tekur Gylfi Magnússon sem segir á Fésbók:

Eðlilegt að stefna að því að hætta alfarið notkun reiðufjár innan fárra ára. Fyrst þarf hins vegar að bæta greiðslumiðlun. Hún á að geta verið miklu ódýrari en núna, raunar nánast kostnaðarlaus. Tæknilausnirnar eru löngu þekktar.

Greiðslumiðlun verði þó varla alveg kostnaðarlaus, en það sé noktun reiðufjár ekki heldur. Varðandi persónuvernd segir Gylfi:

Það á ekkert að fórna persónuverndinni – hún skiptir máli – en það á ekki að hafa hana svo algjöra að skattyfirvöld geti ekki fengið þær upplýsingar sem þau þurfa. Alveg eins og í bankakerfinu – þar er almennt bankaleynd en skattyfirvöld geta fengið upplýsingar þegar beiðnir þeirra uppfylla tiltölulega strangar kröfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki