fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Eyjan

Jón G. Hauksson: Veruleg hræðsla að Costco umbylti smásölumarkaðnum

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 5. maí 2017 09:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón G. Hauksson ritstjóri Frjálsrar verslunar.

Jón G. Hauksson ritstjóri Frjálsrar verslunar var gestur Björns Inga Hrafnssonar í sjónvarpsþættinum Eyjan á ÍNN í gærkvöldi.

Margt er um að vera í atvinnuífinu um þessar mundir og má segja að íslenskt viðskiptalíf reiki nú á reiðiskjálfi vegna komu Costco.

Ekki hefur farið framhjá neinum að bandaríski verslunarrisinn mun opna verslun í Kauptúni í Garðabæ síðar í þessum mánuði, þúsundir Íslendinga hafa sótt um aðild, framleiðendur eru að undirbúa sig og verð á dekkjum hefur lækkað um allt að 40%.

Jón finnur fyrir titringnum:

„Ég finn svolítið fyrir þessum titring. Það verður að segjast eins og er að það er veruleg hræðsla margra við það að þeir komi hér og umbylti smásölumarkaðnum og hér sé að verða nýr bautasteinn, ný varða, í verslunarsögu Íslendinga,“

segir Jón og bætir við:

Ég held því hins vegar fram að hér sé um ýkt viðbrögð að ræða. Þeir eiga vissulega eftir að koma og sýna sig og sanna, og það á eftir að koma í ljós hvort Íslendingar sem neytendur aki suður í Garðabæ, fari þar að kaupa bensín. Þetta eru um 16 dælur. Ferðu þangað í Garðabæinn fyrir einhverjar fáeinar krónur? Það þarf þá að vera mjög mikið. Og sömuleiðis tel ég að þeir þurfi þá að koma með allt annars konar verð heldur en sést annarsstaðar.

Hér fyrir neðan má sjá viðtal Björns Inga við Jón G. Hauksson:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þykir miður að kaupin á TM hafi orðið umdeild

Þykir miður að kaupin á TM hafi orðið umdeild
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum

Fyrrverandi forstjóri Reita: Hús eru byggð of þétt og of mikill hraði í byggingarframkvæmdum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum

Katrín og kosningastjórinn afsala sér biðlaunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“

Sagan muni dæma þau og tíminn leiða í ljós hvað það muni kosta Reykvíkinga – „Þetta eru daprir tímar“