fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Bygging Kringlunnar voru miklu meiri tímamót en koma Costco

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 5. maí 2017 20:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón G. Hauksson ritstjóri Frjálsrar verslunar.

„Ef við förum í gengum verslunarsöguna, hvort þetta séu að verða svipuð tímamót í sögunni og þegar Bónus opnaði. Ég er ekki klár á því, maður sér það ekki fyrir. Jóhannes í Bónus varð mjög fljótt maður fólksins. Hann opnar í mars-apríl 1989, það er rigningardagur, allt kerfið klikkar, strikamerkjakerfið klikkar. Hann býður hráa verslun, lítið vöruúrval og það sem meira var að hann tók ekki við kortum heldur peningum. Bónus náði á tiltölulega skömmum tíma miklum vinsælum og var í áraraðir vinsælasta fyrirtæki landsins hjá Frjálsri verslun. Þá komum við að því, sem ég hef margoft spjallað um við Jóhannes, hann sagði: Jón, þetta er þannig, að það er fólkið sem gerir fyrirtæki vinsæl og stækkar þau.

Mynd/Sigtryggur Ari

Þetta sagði Jón G. Hauksson ritstjóri Frjálsrar verslunar í þættinum Eyjan á ÍNN í gærkvöldi. Farið var yfir víðan völl í þættinum enda er mikið um að vera í atvinnulífinu um þessar mundir, þá sér í lagi á smásölumarkaðnum sem býr sig nú undir komu Costco til landsins, en verslun bandaríska risans opnar í Kauptúni í Garðabæ nú í maí. Costco kemur til með að selja dekk, bensín, heimilistæki, mat og fleira í stórum pakkningum og því getur Costco ekki einungis haft áhrif á smásölu heldur heildsölu sömuleiðis þar sem kaupmenn geta keypt vörur í Costco og selt landið um kring.

Jón, sem hefur ritstýrt Frjálsri verslun í áratugi, fór því stuttlega yfir verslunarsögu Íslands en svo getur farið að Costco brjóti blað í verslunarsögu landsins líkt og Bónus gerði undir lok síðustu aldar. Segir Jón að Bónus hafi á sínum tíma breytt neyslumynstri þjóðarinnar, ekki einungis með því að búa til lággjaldabúðir heldur einnig dýrari búðir. Bónus hafi hins vegar ekki verið stærstu tímamótin:

Ég tel að koma Kringlunnar 1987, koma Smáralindar 2002, ég held að þessar tvær byggingar séu miklu miklu meiri tímamót í íslenskri verslunarsögu en koma Costco á næstunni.

Sagði Björn Ingi þáttastjórnandi að fram að þessu hefðu aðilar á markaðnum búið við fákeppni og haft það frekar notalegt. Íslendingar sem hafi verslað erlendis hugsi margir hverjir með sér hvað verið sé að bjóða neytendum á Íslandi. Þá sagði Jón:

Ef við stækkum myndina aðeins, þá hafa Íslendingar aldrei búið við stærðarhagkvæmni, verð á Íslandi verður alltaf aðeins hærra. Við erum líka með fákeppni, tvö til þrjú stór fyrirtæki og svo smærri. Við erum með fáa banka, þetta er í öllum atvinnugreinum og ég segi við þig: Hvers vegna hefur enginn banki komið til landsins? Ef þetta er svona ofboðslegt okur. Við skulum bara sjá hvað gerist með Costco. Það er ljóst að þeir sem eru fyrir ætla sér að svara þá eru þeir kannski byrjaðir að undirbúa það.

Viðtal Björns Inga við Jón G. Hauksson má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt