fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Sigurður Ingi: Enginn leiðari yfir stöðu Framsóknarflokksins

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 13. maí 2017 11:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson fer yfir stöðu Framsóknarflokksins.

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins tjáði sig af hreinskilni um stöðu síns flokks í samtali við Björn Inga Hrafnsson í Eyjuþætti vikunnar.

Björn Ingi vísaði til stöðu Framsóknar í dag þar sem flokkurinn mælist með lítið fylgi og er þjakaður af innri deilum. Um næstu helgi fundar miðstjórn flokksins. Undanfarið hafa flokksfélög ályktað um stöðu flokksins.

Sigurður Ingi var spurður hvort honum hefði sem formanni mistekist að styrkja stöðu Framsóknarflokksins?

Við getum allavega sagt við erum ekki í ríkisstjórn og við erum ekki á fljúgandi ferð í skoðanakönnunum…Sá kjarni sem hefur fylgt okkur í skoðanakönnunum allt frá árinu 2009/10/11 hann hefur kannski ekkert verið mikið stærri [en nú mælist í könnunum]. Við eigum hins vegar ekki að sætta okkur við það. Við eigum að horfa á að flokkurinn sé stærri og njóti meira fylgis í samfélaginu vegna þess að við erum með skynsama stefnu, stefnu sem hentar mjög vel Íslandi við þær aðstæður sem eru uppi í dag.

Björn Ingi: „Sérðu eftir því að hafa boðið þig fram gegn honum?“

Ég hef velt því fyrir mér núna sex mánuðum síðar, að þá sé einhver hópur Framsóknarmanna enn ósáttur við það sem gerðist á flokksþinginu. Auðvitað eru líka einhverjir í sárum yfir því sem gerðist í byrjun apríl 2016 þegar Panama-fárið og Wintris-málið gengu hér yfir samfélagið. Tuttugu þúsund manns mæta hér á Austurvöll. Þingið í uppnámi og við sátum í þeirri stöðu að standa frammi fyrir þeim afarkostum að annað hvort yrðu kosningar strax í maí síðastliðið vor, með væntanlega mjög afdrifaríkri útkomu fyrir okkur Framsóknarmenn…

Heldur þú að flokkurinn hefði hreinlega getað þurrkast út?

Ég veit það ekki auðvitað, það er alltaf hægt að segja ef og ef, en ég hafði allavega…, við höfðum allavega miklar áhyggjur af því. En við höfðum ekki síður áhyggjur af því í þingflokknum, að þau stóru mál sem við vorum að vinna að og höfðum ekki náð að ljúka, að við þyrftum viðbótarmánuði til þess.

Í þessu samhengi nefndi Sigurður Ingi breytingar á húsnæðislöggjöfinni,  almannnatryggingum og undirbúninginn að afnámi hafta.

Það hefði verið afleitt, og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn staðfesti það að ef við hefðum haft kosningar síðastliðið vor, þá hefði það ferli allt farið í uppnám. Og við værum væntanlega ekki í þeirri efnahagslegu velmegum sem við erum stödd í, í dag ef við hefðum ekki tekið þessa ákvörðun. Þess vegna ákvað þingflokkurinn að segja hingað og ekki lengra, við viljum biðja þig varaformaður góður, að taka við keflinu og við fórum á fund formanns Sjálfstæðisflokksins þáverandi þingflokksformaður og ég, sem sagðist vera tilbúinn að starfa með okkur áfram að ljúka þessum málum en kosningar yrðu í haust.

Sigurður Ingi sagði ljóst að Framsóknarflokkurinn hefði ekki náð að rétta úr kútnum þegar kom að kosningum. Þar fékk flokkurinn aðeins 11,5 prósent og átta þingmenn kjörna. Í fyrri kosningum hafði flokkurinn hlotið 24,4 prósent og 19 þingmenn.

Við höfðum ekki náð því trausti í samfélaginu sem til þurfti og eins mikið og ég var sannfærður um í byrjun 2016 að það væri hægt að endurreisa traust á formanni okkar, og ég gekk manna lengst í að verja hann í marga mánuði opinberlega, að þá virtist það ekki hafa gengið hvorki meðal almennings né flokksmanna. Og vaxandi þrýstingur var á mig að bjóða mig fram og gefa þennan valkost. Ég veit það auðvitað ekki Björn Ingi hvort það hefði orðið einhver önnur niðurstaða í kosningunum ef við hefðum ekki gert það.

Formaður Framsóknarflokksins sagðist í þættinum sannfærður að sagan ætti eftir að fjalla lofsamlega um tíð Sigmundur Davíðs Gunnlaugssonar á stól forsætisráðherra á síðasta kjörtímabili.

Ég hef aldrei verið í vafa um það, og heldur ekki á fyrstu dögunum í apríl eða í ágúst eða þegar ég býð mig fram, að það sem við unnum undir stjórn Sigmundar Davíðs og að einhverju leyti undir hans frumkvæði voru frábærir hlutir sem munu skila honum mjög sterkri stöðu á dóm sögunnar.

Björn Ingi: „En ertu þá undrandi á stöðunni innan flokksins, þessum sárindum, það er hreinn klofningur. Þú þekkir það eins og ég, þú heyrir í fólki innan flokksins. Það eru margir með mjög miklar áhyggjur af þessu. Mjög margir mjög leiðir yfir þessu, mjög margir orðnir þreyttir á þessu. Þú hlýtur að upplifa þetta?“

Já, kannski enginn eins leiður og ég. Ég vildi gjarnan að þingflokkurinn okkar gengi í takt. Við erum með öflugan þingflokk, við erum með tvo fyrrverandi forsætisráðherra. Fimm af átta eru fyrrverandi ráðherrar og hinir þrír með reynslu. Það er enginn málefnaágreiningur…það er ágreiningur, það er pirringur, það er leiði. Bæði yfir niðurstöðu flokksþings, jafnvel einhverjar sögusagnir um að þar hafi verið eitthvað eins og hefði ekki átt að vera, sem er sem betur fer alrangt.

Björn Ingi spurði Sigurð hvort hann hefði íhugað sína stöðu, – hvort á honum sem flokksformanni væri bilbugur?

Nei, það er það ekki.

Sigurður Ingi var einnig spurður hvort hann hafi velt því fyrir þér hvort það sé best að núverandi varaformaður Lilja Dögg taki við formennsku og hann og Sigmundur Davíð sem átt hafa í útistöðum yrðu áfram og „báðar þessar svokölluðu fylkingar dragi sig í hlé?“

Ég vil nú reyndar halda því fram að það séu ekki beint fylkingar. Það eru engir að slást. Það eru hins vegar ákveðinn hópur sem er alltaf að gefa upp boltann í slagsmál. Ég hef hins vegar engann séð slást við þann hóp.

Að lokum spurði Björn Ingi formann Framsóknarflokksins að því hvort hann teldi að Sigmundur Davíð gæti orðið formaður Framsóknarflokksins á nýjan leik:

Nú veit ég auðvitað ekkert hvað framtíðin ber í skauti sér. Þegar ég bauð mig fram sem varaformann vorið 2013 og sagði Sigmundi þá að hann þyrfti ekki að vænta þess að ég væri að sækjast eftir formannsskapnum, þá hvarflaði ekki að mér og hafði ekki græna hugmynd um, hvað gerðist síðan þremur árum síðar með Panama-fárinu og öllu því sem þá gerðist.

Hér er seinni hluti viðtalsins við Sigurð Inga í Eyjunni, en í þeim hluta ræddi hann stöðu Framsóknarflokksins: 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma