fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Inga Sæland formaður Flokks fólksins: Afar brýnt að halda utan um unga fólkið

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 29. apríl 2017 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland í myndveri Eyjunnar á ÍNN.

Flokkur fólksins heldur aðalfund sinn í dag, laugardag. Flokkurinn bauð fyrsta sinni fram til Alþingis í kosningunum í október sl. Þar hlaut hann alls 6.700 atkvæði og 3,5 prósenta fylgi á landsvísu.

Nú hyggst flokkurinn taka þátt í sveitarstjórnarkosningunum að ári.

Inga Sæland er formaður Flokks fólksins. Hún var gestur í Eyjuþætti Björns Inga Hrafnssonar á ÍNN í vikunni.

Þar komu húsnæðismálin mðeal annars til umræðu:

Þetta er komið í tóma vitleysu. Við skulum bara taka Íbúðalánasjóð sem var aldrei verið hugsaður öðruvísi heldur en ákveðið velferðarbatterí til að styðja við þá sem hafa þurft að fá hagstæðari lán og geta þá valið um það að kaupa sér eigið húsnæði. En hvað gera þeir? Þeir selja eignirnar okkar sem þeir hafa verið að taka af landsmönnum eftir hrun í stað þess að koma til móts við fjölskyldur í landinu og aðstoða þær við að halda eignum sínum með því að binda þá gjalddaga og annað slíkt í lengri tíma og virkilega hjálpa til. Nei, þá hafa þeir svipt fjölskyldurnar eignum sínum og þeir hafa verið að selja eignirnar í heilu og hálfu pökkunum [til leigufélaga].

Inga Sæland sagðist ósátt við margt í núverandi ástandi.

Svo segir eins og núverandi borgarstjóri að hér sé verið að byggja sem aldrei fyrr. Ég spyr aftur á móti. Hverjir hafa kost á að fara í þessar íbúðir? Hverjir hafa kost á því að kaupa sig inn í Búseta eða Búmenn eða hvað sem þetta er. Hverjir hafa möguleika á að kasta fram einhverjum tíu milljónum til þess að komast inn í eign og borga síðan leigu sem á að vera eitthvað hagstæðari vegna þess að þú ert kominn inn í svona leigufélag? Það eru þeir sem eiga peninga og unga fólkið okkar í dag, það er krafist þess að þú farir í greiðslumat. Hvernig í ósköpunum á unga fólkið okkar sem er að koma út úr skóla, í fyrsta lagi hefur það ekki ráð á því að borga þessa okurhúsaleigu, og í öðru lagi þá er þeim meinað um það að taka sér lán.

Formaður flokks fólksins telur afar brýnt að huga að unga fólkinu hér á landi ef ekki eigi illa að fara.

Inga Sæland formaður Flokks fólksins á spjalli við Björn Inga Hrafnsson í Eyjunni á ÍNN.

Ég myndi náttúrulega vilja breyta þessu öllu saman vegna þess að þetta er svo mikill tvískinnungur. Ég myndi til dæmis láta, til skulum við segja síðustu ára, ef að þú hefur verið á leigumarkaði og þú hefur staðið í skilum með þína leigu, við skulum bara segja alltaf, og hún er jafnvel mun hærri heldur en afborgunin væri af láninu sem að er verið að meina þér um af því að þú ert ekki talinn bær um það samkvæmt greiðslumati. Þetta er náttúrulega bara tvískinnungur, það er bara skammhlaup í kerfinu og mér finnst of lítið horft til þeirra sem við eigum virkilega að taka utan um og fylgja eftir út í samfélagið, í stað þess að horfa á eftir unga fólkinu okkar úr landi! Það er nánast á hverjum einasta degi sem ung fjölskylda er að flytja til Norðurlandanna…Við erum að missa mannauðinn okkar úr landi.

Börn Ingi spurði Ingu Sæland hvar hún teldi sig vera á stjórnmálaskalanum. Hvort hún væri vinstri mennskja?

Ég er bara kratakona og fylgdi yfir í Samfylkinguna þegar þeir sameinuðust á sínum tíma, en í rauninni eftir að ég sé hvernig er brugðist við eftir hrun, þá átti ég enga samleið með þessari fylkingu lengur. Alls ekki. Og mér fannst það bara sárara en tárum taki að horfa upp á það hvernig það var sleginn í rauninni varnarskjöldur um auðmagnið og bankana á meðan að heimilin í landinu voru hreinlega rifin niður og hátt í tíu þúsund fjölskyldur misstu heimili sín. Hugsaðu þér,

sagði Inga Sæland.

Hún var einnig spurð um það hvernig henni litist á hinn væntanlega Sósíalistaflokk Gunnars Smára Egilssonar, hvort hún liti á þann flokk sem hugsanlegan keppinaut?

Ég hef engar áhyggjur af þeim og óska þeim bara alls hins besta. Ef við róum á sömu mið? …ég veit það ekki. Ég er ekki, kannski eins og þú ert að spyrja, til vinstri eða hægri. Ég ætla að láta sérfræðinga um það að staðsetja okkur á kúrfuna, vinstri – hægri. Flokkur fólksins, og ég sérstaklega eins og ég segi sem formaður þessa flokks, ég er bara hugsjónamanneskja algerlega af öllu hjarta. Ég er að sleppa því núna að klára meistaranám mitt í lögfræði þar sem framtíðardraumurinn var sá að hjálpa fólki og vera sérstaklega inni í mannréttindamálum. Ég hefði þá verið komin með trygga afkomu í fyrsta sinn á ævinni þar sem ég hefði kannski verðin farin að sjá peninga og þá á eigin forsendum. Ég vil frekar vera með mínar 218 þúsund krónur í örorkubætur í dag og berjast fyrir hugsjóninni í þeirri góðu trú, að þeir sem þurfa á hjálpinni að halda, að þeir vilji hoppa á vagninn og berjast með okkur. Ég trúi því að kjósendur sjái muninn á því sem er heiðarlegt og einlægt í því sem verið er að gera, og hinu, sem kannski er tækifærissinnað.

Inga sagðist líta bjartsýn fram á veginn.

Við erum að vaxa í fylgi. Við erum komin í skoðanakönnunum yfir kjörfylgi sem er mjög sérstakt miðað við að við erum ekki ennþá á þingi.

Sjáið viðtalið við Ingu Sæland í spilaranum hér fyrir neðan: 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“