fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Íslenskir leigusalar stórgræða á Airbnb

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 12. apríl 2017 12:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirlitsmynd yfir miðborg Reykjavíkur: Mynd/Dv.is

Íslendingar græða fúlgur fjár á útleigu til ferðamanna. Airbnb er mikið á milli tannanna á fólki og telja margir að útlega íbúða til ferðamanna í gegnum síðuna og aðrar sambærilegar sé ein helsta ástæða þess að húsnæðisskortur sé á höfuðborgarsvæðinu, einkum í miðbænum. Fjögur þúsund íslenskir leigusalar eru með skráðar eignir hjá Airbnb og því ljóst að þetta er gríðarlega stór markaður.

Alls gisti hálf milljón ferðamanna í húsnæði sem leigt var gegnum Airbnb á Íslandi á síðasta ári. Einungis Danir taka á móti fleiri ferðamönnum í gegnum síðuna af Norðurlandaþjóðunum. Vefsíðan Túristi.is greinir frá þessu og segir þar að þessar upplýsingar séu ekki fengnar frá fyrirtækinu sjálfu, sem hafi ítrekað hafnað því að veita upplýsingar um umsvif sín hér á landi þegar þess var farið á leit við það.

Þær upplýsingar sem bankar hér á landi byggja á þegar þeir fjalla um umsvif Airbnb á Íslandi koma frá erlendum matsfyrirtækjum. Samkvæmt Túristi.is tók hver leigusali hér á landi á móti 130 gestum í fyrra og dvaldi hver gestur að jafnaði 2,5 nætur eða 325 nætur yfir árið í húsnæði sem leigt var gegnum Airbnb. Þetta er að sögn vísbending um það að dæmigerður íslenskur leigusali á Airbnb sé með fleiri en eina eign í útleigu, nema að þeir séu með gesti inn á heimilum sínum í 11 mánuði á ári.

Þegar allt er tekið saman voru seldar hér 1,3 milljón gistinátta í fyrra með hjálp Airbnb. Á íslenskum hótelum voru seldar 3,8 milljónir gistinátta á sama tímabili samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands. Airbnb er því á stærð við einn þriðja af íslenska hótelmarkaðnum. Þetta er mun hærra hlutfall en á Norðurlöndunum, í Noregi voru seldar 1,4 milljónir gistinátta gegnum Airbnb, í Svíþjóð 1,7 milljónir og í Finnlandi helmingi færri en hér á landi. Í Danmörku, stærsta Airbnb markaðnum á Norðurlöndum voru seldar tæpar 3 milljónir gistinátta gegnum Airbnb. Í þessum löndum er hótelmarkaðurinn mun stærri og því hlutfall Airbnb mun minna en hér á landi.

Tekjurnar sem íslenskir leigusalar hafa af útleigunni eru umtalsverðar. Í gögnum frá Airbnb er hins vegar ekki gefið upp meðaltal leigutekna heldur miðgildi þeirra og er það 1,2 milljón á ári í fyrra. Í Danmörku og Finnlandi var miðgildi tekna leigusala 240 þúsund en um 280 þúsund í Danmörku og Noregi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega
Eyjan
Í gær

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga

Lýsa vantrausti á ríkisstjórnina, krefjast þingrofs og nýrra kosninga
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga

Mannréttindadómstóll Evrópu slær á puttana á íslenska ríkinu – Brutu gegn rétti til frjálsra kosninga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran

Ole Anton Bieltvedt skrifar: ESB er miklu meira en sameiginlegur markaður og evran
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið

Sögusagnir sem borgin vísaði á bug eiga sér meiri stoð í raunveruleikanum en af er látið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG

Orðið á götunni: Fylgið minnkað um helming – 40 þúsund vantreysta Bjarna sem sætir afarkostum VG