fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Ísland fellur um sjö sæti yfir samkeppnishæfustu ferðamannastaðina

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 12. apríl 2017 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðamaður virðir fyrir sér Fjaðrárgljúfur. Mynd/Getty

Ísland er í 25. sæti af 136 löndum í ár yfir yfir samkeppnishæfustu ferðamannastaðina í heiminum en landið  lækkar um sjö sæti frá 2015. Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu World Economic Forum. Líkt og á árinu 2015 eru Spánn, Frakkland og Þýskaland í þrem efstu sætum listans.

Samkvæmt greiningardeild Íslandsbanka fela snúa styrkleikar landsins hvað ferðamannaþjónustu varðar að mannauð og vinnumarkað, hvað landið er opið og vel tengt flugumferð. Er landið í öðru sæti listans yfir fjölda brottfara flugvéla í hlutfalli af íbúafjölda. Einnig eru öryggi og hreinlæti meðal kosta landsins og er Ísland í þriðja sæti hvað öryggi varðar. Innviðir ferðaþjónustunnar eru góðir og landið lendir þar í 13. sæti en Ísland er í 2. sæti varðandi fjölda hótelherbergja á íbúa.

Samkvæmt Hagstofunni voru gstinætur á hótelum og gistiheimilum voru tæplega 5,2 milljónir á síðasta ári og fjölgaði um 26% frá fyrra ári. Hefur uppbygging gististað á undanförnum árum ekki náð að fylgja eftir mikilli fjölgun ferðamanna og hefur mikil eftirspurn eftir gistirými orðið til þess að stóraukið framboð hefur myndast á vefsíðum á borð við Airbnb. Erfitt sé hing vegar að meta nákvæmlega framboð og nýtingu þess gistirýmis sem fellur fyrir utan gistináttatalningu Hagstofunnar

Náttúran styrkleiki landsins

Það kemur ekki á óvart að náttúran sé styrkleiki landsins sem ferðamannastaðar en þar lendir landið í 4. sæti. Einnig er landið í fjórða sæti hvað varðar hversu virk markaðssetning hefur verið í því að fá ferðamenn til landsins. Á móti dregur skortur á menningarlegri afþreyingu nokkuð úr samkeppnishæfni landsins í ferðaþjónustu samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar.

Hátt verðlag dregur úr samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar hér á landi en þar lendir landið í sæti 132. sæti sem er fimmta neðsta sætið. Einnig skýrir það að hluta af hverju landið er að lækka hvað samkeppnishæfni varðar frá 2015 en landið var í 128. sæti árið 2015. Af löndum sem eru fyrir neðan Ísland á listanum eru t.d. Bretland og Sviss. Er Ísland orðið dýrast Norðurlandanna heim að sækja en á listanum 2015 voru bæði Noregur og Danmörk dýrari en Ísland.

Vanþróuð ríki eru efst á þessum lista yfir verðlag og þau þróaðri raða sér neðar. Samkvæmt greiningardeild Íslandsbanka er það í raun eðlilegt og þannig kostur fyrir íbúa landsins að vera ekki ofar á listanum. Þannig eru þau samkeppnishæfustu hvað verðlag varðar t.d. Íran, Egyptaland, Malasía, Alsír og Indónesía. Landsframleiðsla á mann var t.d. tæplega 5 sinnum hærri hér á landi en í Egyptalandi á árinu 2015 leiðrétt fyrir ólíkum kaupmætti í löndunum tveim.

Heildarfjöldi erlendra ferðamanna hér á landi var tæplega 1,3 milljónir árið 2015, 1,8 milljón í fyrra og stefnir í að vera samkvæmt okkar spá um 2,3 milljónir í ár.  Vöxturinn var 40% í fyrra en við reiknum með að það dragi úr honum í ár og að hann verði engu að síður 30%. Vöxturinn er því enn hraður enda samkeppnishæfni landsins er varðar ferðaþjónustu sterk þrátt fyrir að hún sé að versna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus