fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Kolbrún og Arnþrúður fóru á kostum: Önnur taldi kjör Trump skelfilegt en hin sagði það tæra snilld

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 9. mars 2017 23:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í myndveri ÍNN. Kolbrún Bergþórsdóttir og Arnþrúður Karlsdóttir voru gestir hjá Birni Inga Hrafnssyni í Eyjunni.

Þær Kolbrún Bergþórsdóttir ritstjóri DV og Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps Sögu voru gestir hjá Birni Inga Hrafnssyni í fyrri hluta Eyjunnar á ÍNN nú í kvöld. Óhætt er að segja að þær stöllur hafi farið á kostum þegar þær ræddu þjóðmálin.

Björn Ingi spurði Kolbrúnu hvernig henni litist á byrjunina hjá nýrri ríkisstjórn, fólk talaði um að pólitíkin væri jafnvel dálítið skrítin nú um stundir.

Já, hún er dálítið skrítin því þarna er nýtt fólk sem þarf að læra hlutina. Mér finnst dálítið mikið um að menn hafi hreinlega talað af sér. Það er ágætt að segja kannski ekki of mikið. Ég held þetta verði ekki starfsöm ríkisstjórn vegna þess það er dálítið mikið í húfi fyrir litlu flokkana. Það blasir eiginlega við þeim við næstu kosningar, næstum því gjöreyðing, ef þeir vanda sig ekki.

Kolbrún sagði að það hefði kannski verið klókt að fá Framsóknarflokkinn með til að styrkja stjórnina þó slíkt hefði kannski ekki orðið til vinsælda fallið. Mesta klúðrið í íslenskri pólitík sagði Kolbrún hinsvegar að væri Vinstri grænna:

Sem höfðu möguleika á því að fara bæði í vinstri stjórn og stjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsókn og þeir hikuðu vegna þess að það er einhver hreinlífisstefna þar í bæ, eins og það séu sko alger svik að semja um stefnumál. Það er eitthvað sem þeir gátu ekki hugsað sér. Ég held þeir stórsjái eftir því núna.

Arnþrúður Karlsdóttir sagði að nú stæði yfir baráttan um Ísland. Umræðan væri að breytast mjög mikið og mjög hratt.

Þetta er baráttan um Ísland. Það er verið að reyna að þvinga Ísland inn í eitthvað sem heitir alríkið. Það er bara Evrópusambandið og alríkið, við eigum að lúta því sem þaðan kemur, leynt og ljóst, hvort sem það kemur gegnsætt eða hvort það kemur bakdyramegin inn til stjórnvalda. Ráðherrum og stjórnmálamönnum er gert mjög margt erfitt fyrir.

Útvarpsstjórinn á Sögu talaði um að á Íslandi væri falið vald.

Menn eru alltaf að segja að við fjölmiðlar séum fjórða valdið. En það er falda valdið. Gamlir ráðherrar, gamlir þingmenn, margvísilegir hagsmunaaðilar að því er varðar fjármuni. Þeir toga í spotta og stýra þessu þannig að þingið er tiltölulega valdalaust. Það er með mjög lítil völd. Það er graf alvarlegt mál, vegna þess að embættismannakerfið og stjórnsýslan – framkvæmdavaldið er með miklu meiri völd.

Talið barst í framhaldi að þessu að útslitum forsetakosninga í Bandaríkjunum. Arnþrúður sagði að þau á Útvarpi Sögu hefðu spáð Donald Trump sigri þvert á það sem aðrir fjölmiðlar og álitsgjafar gerðu hér á landi.

Hann var talsmaður fjöldans í Bandaríkjunum sem sagði: „Við viljum ekki lengur að falda valdið sé að stjórna.“ Alveg það sama og er að gerast hér á Íslandi núna. Falda valdið er orðið svo sýnilegt.

Kolbrún Bergþórsdóttir

Má ég koma pínu að Arnþrúður mín, að kjör Trumps var náttúrulega skelfilegur atburður og úrslitin í Bretlandi þau voru líka skelfileg. Ég held að mjög margir geri sér grein fyrir því, og Bretar sjálfir, að þetta voru vond úrslit.

Arnþrúður Karlsdóttir var ekki sammála þessu.

Úrslitin með Trump voru snilld. Þau eru alger snilld! Ég get sagt þér það að Trump er að senda skilaboð til umheimsins, gjörsamlega. Hann er bara að segja, ég vil ekki þessa flatneskju: það eiga allir að vera eins, það eiga allir að fá sömu einkunnir í skólum, það má enginn skara framúr, það má enginn geta neitt. Heyrðu, hættum þessu. Verum við sjálf áfram. Munum eftir uppruna okkar. Hann er bara að senda þessi skilaboð til umheimsins. Hann er að taka á málum og segir: Við ætlum ekki að vera alríki, við ætlum að vera Bandaríkin – Make Amerika Great Again.

Þá sagði Kolbrún:

Hann er stórhættulegur!

Arnþrúður á móti:

Nei! Hann er snilld! Hann er alger snilld!

Hér fyrir neðan er spjallið við þær stöllur í heild sinni þar sem fjölmargt fleira áhugavert kom fram en greint er frá hér fyrir ofan:

https://vimeo.com/207676277

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki