fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Wilhelm Wessman: Eldri borgarar fari í mál við ríkið

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 17. mars 2017 19:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wilhelm Wessman fv. hótelstjóri og núverandi baráttumaður fyrir bættum kjörum eldri borgara.

Wilhelm Wessman sem starfað hefur sem hótelstjóri víða um heim og á Íslandi. Hann var í viðtali við Björn Inga Hrafnsson á Eyjunni á ÍNN í gærkvöldi. Á löngum starfsferli hefur Wilhelm verið almennur launamaður, yfirmaður og atvinnurekandi. Hann tók þátt í að koma lífeyrissjóðakerfinu á þegar það var stofnað og borgaði í lífeyrissjóði í rúmlega 40 ár. Wilhelm telur gróflega brotið á eftirlaunaþegum í dag með þeim skerðingum sem verða á bótum almannatrygginga fái tekjur annars staðar frá svo sem úr lífeyrissjóðum. Hann hefur undanfarið látið til sín taka í réttindabaráttu eldri borgara.

Wilhelm segir að fyrsta stoðin í afkomu eldri borgara séu almannatrygginarnar.

Fyrsta stoð, og reyndar eins og var í lögunum og var á vef ráðuneytisins þangað til núna um áramótin að þetta hvarf allt í einu í burtu, að fyrsta stoð er almannatryggingakerfið. Það er stofnað með lögum 1946 og byggir á sömu forsendum og hin norrænu kerfin. Sem sagt eins og segir í annarri grein; þetta er fyrir alla óháð stöðu, fjárhag – og svo klingir önnur greinin út með því að segja; þetta er ekki fátækrastyrkur…Þetta er það sem allir eiga að fá.

Wilhelm rakti hvernig um 1969 hefði orðið vakning hjá verkalýðsfélögunum og iðnaðarfélögunum þess efnis að almannatryggingagreiðslur yrðu ekki nóg þegar fólk kæmist á aldur. Hann átti sjálfur þátt í þeirri umræðu á sínum tíma.

Við þurfum að bæta í þetta á einn eða annan hátt og þannig verða lífeyrissjóðirnir til. Þeir eru hugsaðir frá byrjun sem viðbót við almannatryggingakerfið.

Björn Ingi Hrafnsson og Wilhelm Wessman í samtali.

Hugsunin hafi ótvírætt verið sú að þeir sem greiddu í lífeyrissjóði fengu þá fjármuni til viðbótar við það sem kæmi frá almannatryggingum. Þetta hafi verið lykilatriði þegar fólk féllst á að greiða í lífeyrissjóði.

Annað var að lífeyrissjóðirnir gætu lánað fólki fé til að fjárfesta í íbúðahúsnæði.

Wilhelm segir að nú sé beitt skerðingum á almannatryggingum eldri borgara á Íslandi sem þekkist hvergi hjá löndum sem við viljum bera okkur saman við.

Þessar skerðingar eru ekki til staðar á hinum Norðurlöndunum eins og hjá okkur…Þetta er hrein og bein eignaupptaka, eða bara hreinlega það er verið að ræna lífeyrissjóðunum frá okkur vegna þess að þetta var bara sparnaður. Sjóðirnir voru sparnaður sem við áttum að njóta þegar við værum komin á eftirlaun og ríkið hafði ekkert með að gera. Nú er allt í einu búið að spyrða þetta allt saman saman, þannig að ef við fáum eitthvað greitt út úr lífeyrissjóð þá skerðir það tekjurnar.

Björn Ingi Hrafnsson spurði Wilhelm Wessman hvað hann teldi að eldri borgarar þyrfu að gera til að ná sínum baráttumálum fram?

Þetta eru áunnin réttindi. Við borguðum skatta til þess að fá greitt frá ríkinu, við borguðum í lífeyrissjóð til þess að fá greiðslur þaðan. Það sem eldri borgarar þurfa að gera, er fyrst og fremst að vera sammála um sína stefnu, standa saman, og ef að það dugar ekki – fara í mál við ríkið,

svaraði Wilhelm Wessman.

Viðtal Björns Inga við Wilhelm Wessmann má sjá hér fyrir neðan: 

https://vimeo.com/208794843

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins