fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Telja frítekjumörk aldraðra alltof lág: Finna reiði fólks yfir að fá ekki að ráða sér sjálft

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 17. mars 2017 00:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Ingi Hrafnsson ræðir við Þórunni Sveinbjörnsdóttur og Hrafn Magnússon.

Málefni eldri borgara voru til umfjöllunar í þættinum Eyjunni sem frumsýndur var á ÍNN í kvöld. Gestur Björns Inga Hrafnssonar voru þau Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Wilhelm Wessman, Ellert B. Schram og Hrafn Magnússon.

Þátturinn var tekinn upp á Dvalar- og hjúkurnarheimilinu Hrafinistu í Reykjavík. Hann var þrískiptur. Í fyrsta hluta var rætt við Wilhelm Wessman fyrrum veitingamann, síðan þau Hrafn og Þórunni sem bæði eru þekkt fyrir störf sín að lífeyris- og réttindamálum eldra fólks, og að lokum var talað við Ellert B. Schram fyrrum ritstjóra, þingmann og núverandi formann Félags eldri borgara í Reykjavík.

Í spjalli Björns Inga við þau Hrafn og Þórunni var komið inn á þá staðreynd að lífaldur fólks hefur lengst töluvert um leið og heilsufar er betra. Það fer því seinna en fyrrum á dvalaheimili.

Í dag er fólk svo veikt þegar það fer inn á hjúkrunarheimili að þetta félagslega verður erfiðara að framkvæma. En það er vissulega þessi aldurssprengja. Hún er að byrja að koma, og við erum að byrja að sjá 68-kynslóðina sem gerir meiri kröfur. Það verður ögrandi verkefni á næstu misserum,

sagði Þórunn  Sveinbjörnsdóttir. Hún bætti við að það þyrfti að byggja miklu meira af þjónustuíbúðum fyrir eldri borgara.

Við erum búin að vera að tala við ráðamenn þjóðarinnar í mörg, mörg ár um hjúkrunarheimilaskortinn, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Það hefur í raun fækkað hér rýmum, herbergjum um tíu prósent, vegna þess að hér varð svo mikil breyting á tvíbýlum í einbýli en ekki byggt neitt sem heitið getur á sama tíma.

Björn Ingi varpaði fram þeirri spurningu hvort Íslendingar væru nógu duglegir við að gefa eldri borgurum sem væru komnir á eftirlaunaaldur tækifæri til að vinna ef fólk hefði starfsorku og vildi gera það?

Nei, það held ég því miður ekki,

svaraði Hrafn.  Hann taldi það ranga stefnu að líta svo á að fólk ætti sjálfkrafa að víkja af vinnumarkaði þegar það hefði náð eftirlaunaaldri. Gallinn væri hins vegar sá að búið væri að lækka svokölluð frítekjumörk verulega niður í 25 þúsund krónur og það hefði gerst um síðustu áramót.

Hrafn Magnússon og Þórunn Sveinbjörnsdóttir í þættinum Eyjan á ÍNN. Þátturinn er endursýndur á ÍNN og einnig má finna hann á heimasíðu stöðvarinnar inntv.is.

Samkvæmt könnun sem Landssamtök lífeyrissjóða gerðu nýlega, þá er ekkert kerfi eiginlega til innan OECD-ríkjanna, sem hefur eins miklar tekjuskerðingar og íslenska kerfið. Auk þess kom líka fram það að íslenska kerfið hjá Tryggingastofnun ríkisins, er eina kerfið þar sem bætur falla algerlega niður. Nú varð sú breyting um síðustu áramót að bætur nokkurra þúsunda manna féllu niður af því að þeir höfðu haft fyrirhyggju að leggja inn í lífeyrissjóði.

Bæði Hrafn og Þórunn töldu ákveðið að breyta ætti reglum þannig að fólk gæti unnið án þess að lenda í miklum skerðingum á lífeyri. Mikill mannauður væri falinn í eldra fólki.

Frítekjumörkin eru alltof lág. Það hefði frekar nú um áramótin átt að hækka þau í stað þess að lækka þau,

sagði Hrafn Magnússon.

Við finnum reiði fólks að geta ekki ráðið sér sjálft, geta gripið í hlutastörf, geta gripið í að bæta aðeins stöðu sína og vera með í lífinu…Vinnan sem slík, hún er líka heilsubót,

sagði Þórunn Sveinbjörnsdóttir.

Hér fyrir neðan má sjá annan hluta Eyjuþáttarins um málefni eldri borgara þar sem talað var við þau Hrafn og Þórunni:

https://vimeo.com/208747771

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“