fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Forsætisráðherra hvetur til áætlunargerðar ráðuneyta um kynferðislega áreitni

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. desember 2017 14:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra

Ríkisstjórnin fjallaði á fundi sínum í morgun um stefnu og áætlun félags- og jafnréttismálaráðherra gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi, sem gildir fyrir öll ráðuneyti Stjórnarráðsins. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, lagði á ríkisstjórnafundinum til að allir ráðherrar hvetji til kynningar og fræðslu um gildandi stefnu og áætlun gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi.

 

Forsætisráðherra lagði jafnframt til að allir ráðherrar hvetji til þess að gerðar verði kannanir á hugsanlegum tilvikum kynferðislegrar áreitni, að jafnaði árlega, í hverju ráðuneyti, að unnið verði með niðurstöður þeirra og tryggt að í hverju ráðuneyti liggi fyrir skýrt ferli viðbragða þegar kvartað er undir kynferðislegri áreitni.

Gildandi áætlun var samþykkt innan Stjórnarráðsins sl. vor og var unnin í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 1009/2015, um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og annarri ótilhlýðilegri háttsemi. Stuðst verður við áætlunina í öllum tilvikum þar sem starfsmenn eru grunaðir um að leggja aðra starfsmenn, eða aðra sem áætlunin tekur til, í einelti eða áreita á annan hátt.

 
Núgildandi jafnréttisáætlun Stjórnarráðsins kveður jafnframt á um að fræðsla um kynbundna og kynferðislega áreitni, og meðferð slíkra mála, verði þáttur í fræðslu jafnréttisfulltrúa ráðuneytanna. Haldin verða námskeið í janúar og febrúar nk. fyrir það starfsfólk sem tekur á móti kvörtunum starfsfólks vegna kynbundinnar eða kynferðislegrar áreitni og í framhaldinu verður öllum starfsmönnum Stjórnarráðsins boðið uppá fræðslu um þetta málefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega