fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Olíunotkun sjávarútvegsins fer minnkandi – Nálgast markmið Parísarsamkomulagsins

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 12. desember 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: DV

Samkvæmt skýrslu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi um olíunotkun greinarinnar til 2030, sem unnin er að hluta af stærstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, kemur í ljós að eldsneytisnotkun hefur minnkað töluvert frá árinu 1990, eða um 43% Í skýrslunni kemur fram að „sterkir fiskistofnar, framfarir í veiðum og betra skipulag veiða hafa leitt til verulega minni olíunotkunar í sjávar-útvegi og þar með losun gróðurhúsalofttegunda.“

 

 

Samkvæmt niðurstöðum skýrlsunnar hefur sjávarútvegur á Íslandi þegar náð markmiði Parísarsamkomulagsins vegna fiskmjöls og lýsisframleiðslu og er kominn vel á veg með að ná þessu markmiði vegna veiða.

Þá er reiknað er með að eldsneytisnotkun í sjávarútvegi hafi dregist saman um 134 þúsund tonn frá árinu 1990 til ársins 2030. Einnig, að bræðsla á fiski verði nær eingöngu knúin með rafmagni og raforkuframleiðsla um borð í fiskiskipum heyri til undantekninga þegar skip eru í höfn. Gangi þetta eftir mun eldsneytisnotkun í sjávarútvegi hafa dregist saman um 54% á tímabilinu, samkvæmt skýrslunni.

Ársnotkun eldsneytis í sjávarútvegi árið 2016 var sú lægsta frá árinu 1990, bæði frá fiskiskipum og fiskimjölsverksmiðjum. Losun gróðurhúsalofttegunda frá sjávarútvegi hefur farið minnkandi ár frá ári síðan 1990 en þá var hlutfallið 19,5% af heildarlosun Íslands. Árið 2007 var hlutfallið komið niður í 13% og árið 2014 í 9,7%.

Fjárfestingarþörf í fiskiskipum fram til ársins 2030 er metin um 180 milljarðar króna. Nýrri og tæknivæddari skip munu draga enn frekar úr umhverfisáhrifum sjávarútvegs. Hagkvæmnisútreikningar sýna að hagstæðara er að nota rafmagn úr landi þegar skip eru í höfn, frekar en að keyra ljósavélar sem ganga fyrir olíu, að því er fram kemur í skýrslunni. Frá árinu 2006 til ársins 2016 hafa Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sent á eigin vegum eða haft milligöngu um endurvinnslu á 8.400 tonnum af veiðarfæraúrgangi.

 

Skýrsluna má lesa hér: SFS.

Fyrirtækin sem lögðu efni til skýrslunnar eru eftirfarandi:
Brim, Fisk Seafood, HB Grandi, Ísfélag Vestmanneyja, Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði, Samherji
Síldarvinnslan í Neskaupstað, Skinney-Þinganes, Útgerðarfélag Akureyringa og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki