fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Hrollvekjandi framtíð með misnotkun gervigreindar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 12. desember 2017 10:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framtíðarfræðingurinn Zeynep Tufecki  heldur fyrirlestur hjá TED – sjá hér að neðan. Það er mikilvægt að hlusta á þetta. Hún fjallar um gervigreind og dregur upp dökka framtíðarsýn – dystópíu. Hún er ekki að tala um gervigreind sem tekur völdin af manninum, heldur hvernig þeir sem hafa völdin nota gervigreindina. Hér er hún að tala um fyrirtæki eins og Facebook og Google sem safna endalausum upplýsingum – magnið er gríðarlegt –  um notendur sýna og nota þær til að þróa sífellt fullkomnari algóriþma sem beina efni, auglýsingum og þjónustu að okkur.

Þetta er algjör hrollvekja eins og Tufecki lýsir því – gervigreindin getur farið að nema alls konar tilfinningar og skapbrigði hjá okkur og skammtar okkur efni eftir því. Þetta er ekki bara spurning um pólitík, heldur allt okkar daglega líf – á tíma þegar fólk notar marga klukkutíma á dag á netinu.

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar ágætan leiðara um þetta í Fréttablaðið í dag. Hann lýsir samfélagsmiðlum eins og vímuefni, og lýkur greininni með þessum orðum:

Árið sem gengur í garð ætti að verða árið sem við spyrnum við fótum og vinnum bug á fíkninni, krefjumst þess að höfundarnir beri ábyrgð á miðlum sínum, og freistum þess að nýta það mikla tækifæri sem felst í heilbrigðum samfélagsmiðlum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“