Eyjan

Áform um hverfisskipulag Grafarvogs kynnt – Starfsemi fyrir kvikmyndaiðnað, verslun og þjónustu

Trausti Salvar Kristjánsson skrifar
Þriðjudaginn 12. desember 2017 19:00
Drög af tillögu af deiliskipulagi

Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hélt kynningarfund á dögunum vegna fyrsta áfanga skipulags í Gufunesi. Fundurinn var haldinn í Hlöðunni við Gufunesbæ. Stuðla á að fjölbreyttari byggð og starfsemi og styðja við og styrkja Grafarvog sem hverfisheild. Á svæðinu er einkum gert ráð fyrir starfsemi á sviði afþreyingar- og kvikmyndaiðnaðar og þjónustu tengdri slíkri starfsemi. Einnig er gert ráð fyrir íbúðabyggð og verslun og þjónustu.

 

 

Gert er ráð fyrir, í framhaldi af fundinum, að vinna tillöguna og kynningargögn áfram. Gera má ráð fyrir að fljótlega á næsta ári verði tillaga formlega lögð fram til umfjöllunar í umhverfis- og skipulagsráði sem tekur þá ákvörðun um hvort og þá hvenær eigi að auglýsa tillögu að breyttri landnotkun í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 og nýtt deiliskipulag fyrir byggð í Gufunesi.

Sjá má drög af skipulaginu hér að neðan.

Kynning: Gufunes – drög að breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur

Kynning: Gufunes – drög að deiliskipulagi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af