fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Loftslagsviðurkenningar veittar í fyrsta sinn

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 8. desember 2017 19:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Björn Óli Hauksson forstjóri ISAVIA, Sveinn Atli Guðjónsson og Höskuldur Búi Jónsson frá vefnum loftslag.is, Vilhjálmur Vilhjálmsson forstjóri Granda og Fanney Karlsdóttir formaður Festu.

Í dag voru veitt loftslagsviðurkenningar Festu og Reykjavíkurborgar í fyrsta sinn. Markmið viðurkenninganna er að vekja athygli á því sem vel er gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra. Að þessu sinni hlaut HB Grandi loftslagsviðurkenningu Festu og Reykjavíkurborgar, vefurinn loftslag.is hlaut fræðslu- og upplýsingaviðurkenningu vegna loftslagsmála og þá hlaut ISAVIA hvatningarviðurkenningu.

 

HB Grandi. Félagið telur fram losunarbókhald í ársskýrslu félagsins fyrir árið 2016 í fyrsta sinn og hefur tengt losun gróðurhúsalofttegunda við kjarnastarfsemi félagsins. Öll starfsemi HB Granda losaði samtals um 65 þúsund tonn kolefnisígilda árið 2016, en losunin hafði þá dregist saman um 5% frá árinu á undan. HB Grandi hefur alfarið hætt brennslu svartolíu og allur úrgangur, bæði á sjó og í landi, er flokkaður.
Loftslag.is. Vefurinn hóf göngu sína árið 2009 og birtir eingöngu efni um loftslagsmál. Á vefnum má finna margs konar fróðleik, tilvísanir í vísindagreinar, fjölda greina um loftslagsmál og umræðu um það sem er efst á baugi í loftslagsmálum. Einnig má nefna að forsvarsmenn vefsins, í samstarfi við baráttuhópinn París 1,5, lögðu mat á loftslagsstefnu stjórnmálaflokka fyrir alþingiskosningarnar 2017 og 2016.
ISAVIA. Félagið hefur sett sér metnaðarfull markmið í loftslagsmálum og á milli áranna 2015 og 2016 dró úr heildarlosun þess um 49 tonn kolefnisígilda. Isavia er þátttakandi í Airport Carbon Accreditation, kerfi á vegum Alþjóðasamtaka flugvalla. Verkefnið skiptist alls í fjögur stig; kortlagningu kolefnisspors, markmiðasetningu og minnkun kolefnislosunar, minnkun kolefnislosunar í samstarfi við þriðja aðila (annarra rekstraraðila á flugvellinum) og lokastigið er kolefnisjöfnun flugvallarins.
Bæði HB Grandi og ISAVIA undirrituðu loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar, í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar í París 2015 og hafa sett sér markmið í loftslagsmálum og birt þau.

Aðrir aðilar sem voru tilnefndir að þessu sinni voru: ÁTVR, Eimskip, Fjallamenn, umhverfisfrettir.is, Náttúruverndarsamtök Íslands, Landvernd, Skógræktarfélag Reykjavíkur og Klappir.

 

Dómnefndin átti úr vöndu að ráða  en horfði m.a. til þess árangurs sem náðst hafði við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Einnig var litið til þess hvað aðgerða hafði verið  gripið til í þeim tilgangi að upplýsa og fræða um loftslagsmál og að setja fram nýjar lausnir til að draga úr losun.. Bent er á að loftslagsviðurkenningar verða aftur veittar árið 2018 og hægt er að senda strax inn tilnefningar á usk@reykjavik.is með fyrirsögninni „Loftslagsviðurkenning 2018“

Í dómnefnd sátu S. Björn Blöndal, borgarfulltrúi og formaður borgarráðs, Jóhanna Harpa Árnadóttir verkefnisstjóri samfélagsábyrgðar hjá Landsvirkjun, einnig í stjórn Festuog Lára Jóhannsdóttir PhD og dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Starfsmaður dómnefndar var Hrönn Hrafnsdóttir á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki