Eyjan

Fiskeldi Austfjarða leiðréttir Loðnuvinnsluna – Segir misskilnings gæta um mengun

Trausti Salvar Kristjánsson skrifar
Föstudaginn 8. desember 2017 14:55
Mynd/Getty

Líkt og Eyjan fjallaði um, þá sendi Loðnuvinnslan í Fáskrúðsfirði frá sér yfirlýsingu í vikunni, þar sem þeir lýstu áhyggjum sínum yfir fyrirhuguðu laxeldi í firðinum og menguninni sem af því hlytist. Var fullyrt að mengunin af 15.000 tonna laxeldi jafngilti skólpi frá 120.000 manna byggð og hefði þar með áhrif á hrognavinnsluna, sem reiðir sig á hreinan sjó.

 

 
Fiskeldi Austfjarða, sem á ónýtt 3000 tonna eldisleyfi á Fáskrúðsfirði og stefnir á að ala þar 11.000 tonn af laxi, sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem því er hafnað að mengunin frá laxeldinu hafi áhrif á starfsemi Loðnuvinnslunar. Er vísað til rannsókna fyrirtækisins í Berufirði máli sínu til stuðnings, með aðkomu IRIS, alþjóðlegrar rannsóknarstofnunar Stavanger í Noregi.
Í yfirlýsingu Fiskeldis Austfjarða er fullyrt að úrgangur frá laxeldinu muni ekki hafa nein áhrif á aðra starfsemi:

„Misskilnings virðist gæta um áhrifasvæði sjókvíaeldis og áhrif þess á fjarðarumhverfi. Úrgangurinn fellur að mestu á botninn innan við 50 metra frá kvíunum og eyðist þar á hvíldartíma þegar eldistöku lýkur. Í stuttu máli sagt þá eru allar kannanir samhljóma og niðurstaðan er að lítilla áhrifa gætir í meira en 100 m fjarlægð frá kvíastæði og alls engra áhrifa gætir þegar komið er í 350 m fjarlægð. Vatnsinntak Loðnuvinnslunnar er 6,7 km frá næstu kvíum.“

 

Þar segir einnig:

„Við eldi á 15.000 tonnum af laxi í sjókvíum þarf 16.500 tonn af fóðri. Mestur hluti þessa fóðurs fer í vöxt eldisfisksins en hluti fellur til botns ásamt saur fisksins. Þekkt er að heildarmagn úrgangsefna á föstu formi (mest kolefni, fosfór og nitur) frá 15.000 tonna eldi er um 1.650 tonn á ári sem falla á botninn. Aðeins lítill hluti næringarefna (nitur og fosfór) leysist upp í sjónum og dreifist með straumum og út fjörðinn.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af