fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

100 verkefni kynnt í tilefni 100 ára Fullveldisafmælis Íslands

Trausti Salvar Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. desember 2017 17:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

100 ára afmæli lýðveldisins Íslands – Styrkveitingar í Safnahúsinu.
-Mynd/Geirix

Kynning á 100 verkefnum sem verða á dagskrá 100 ára sjálfstæðis og fullveldisafmæli Íslands á næsta ári fór fram í Safnhúsinu við Hverfisgötu í dag, að viðstöddum fulltrúum verkefna af landinu öllu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá afmælisnefndinni:

 

 

 

 

 

Á næsta ári fagnar þjóðin aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Afmælisnefnd var falið, samkvæmt þingsályktun, að standa fyrir hátíðarhöldum um land allt. Var ákveðið að fara þá leið að leita til landsmanna um mótun dagskrár afmælisársins. Auglýst var eftir tillögum að verkefnum á dagskrána. Alls bárust 169 tillögur og var sótt um rúmlega 280 milljónir króna.  Í dag voru kynnt þau 100 verkefni sem valin voru úr innsendum tillögum.  Viðstaddir voru rúmlega 100 gestir, fulltrúar verkefna af öllu landinu. Lýsingu á öllum verkefnunum má sjá í hlekknum neðst í fréttinni.

 

Verkefnin sem valin voru á dagskrána eru fjölbreytt og verða unnin um land allt. Þau bera með sér hugmyndaauðgi og gefa mynd af öflugu menningar- og atvinnulífi í landinu. Verkefnin spanna allt litrófið; þau eru stór og umfangsmikil eða minni um sig, en öll styrkja þau ímynd þjóðarinnar sem sjálfstæðrar og fullvalda þjóðar í samfélagi þjóðanna. Mörg verkefnanna fela í sér samstarf einstaklinga, samtaka og stofnana hér á landi og erlendis, en sérstaklega var hvatt til nýsköpunar í áherslum sem nefndin kynnti á vef sínum þegar auglýst var eftir verkefnum á afmælisdagskrána.

 

Þátttökuverkefni

Þrátt fyrir að nú séu kynnt verkefni á dagskrá afmælisársins er enn hægt að taka þátt í dagskránni.  Um miðjan desember verður opnað fyrir skráningu þátttökuverkefna á vef afmælisársins. Þau geta verið stór eða lítil, viðburðir eða samfélagsverkefni.

Nú þegar eru komin nokkur þátttökuverkefni á dagskrá afmælisársins. Má þar nefna Fullveldiskökuna, sem Landssamband bakarameistara ætlar að þróa; Fullveldisbörnin – aldarafmæli,sem Hrafnista stendur fyrir, og Umhverfis-Suðurland, sem Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi standa fyrir.

100 verkefni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun