fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Ögmundur: „Jóhanna hefði aldrei fengið Nóbelinn fyrir sagnfræði“

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. desember 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ögmundur Jónasson

Ekki virðast allir á eitt sáttir með söguskoðun Jóhönnu Sigurðardóttur í ævisögu hennar sem nefnist Minn tími.
Einn þeirra er fyrrum ráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu, Ögmundur Jónason. Hann skrifar pistil á heimasíðu sinni
er nefnist „Draumsýn Jóhönnu með sögulegu ívafi,“ hvar hann gagnrýnir frásögn Jóhönnu, kallar hana meðal annars  „skáldskap“.

„Það er ágætur siður stjórnmálamanna að setja fram æviminningar sínar á prenti. Ekki endilega vegna þess að þær séu alltaf áreiðanlegustu heimildir um hvað á daga þeirra dreif heldur vegna þess að slíkar ævisögur varpa iðulega ljósi á þá sjálfa,“

segir Ögmundur um bók Jóhönnu og heldur áfram:

„Ef til vill væri nær að tala um óskhyggju, hvernig Jóhanna hefði viljað hafa framvinduna eða öllu heldur hvernig hún vill að við sjáum hennar hlut. Þessi hlið bókarinnar er þeim mun áhugaverðari fyrir þá sök að Jóhanna Sigurðardóttir leggur greinilega meira upp úr því að í bókinni verði líf hennar málað eigin draumalitum og þá minna gefið fyrir nákvæmni um staðreyndir eða hvort slettist úr pensli á þá sem komu að verkum með henni.“

Og Ögmundur er ekki hættur:

„Þótt talsvert sé um skáldskap í ævisögunni um Jóhönnu þá er hún dæmd til að rísa aldrei hærra en Jóhanna Sigurðardóttir gerir sjálf. Skrásetjari getur hins vegar glaðst yfir því að hafa komið á prent draumsýn Jóhönnu Sigurðardóttur, vissulega með sögulegu ívafi í bland.“

Aðspurður um hvað það væri í bókinni sem stæðist ekki skoðun, sagði Ögmundur við Eyjuna:

„Jóhanna er auðvitað að greina frá starfi ríkisstjórna þar sem ég sat og þekki þar af leiðandi frá fyrstu hendi. Það eitt get ég sagt að Jóhanna Sigurðardóttir hefði aldrei fengið Nóbelinn fyrir sagnfræði. Ég horfi að sjálfsögðu fyrst til þeirra atriða þar sem ég þekki best til og ég þar af leiðandi best dómbær á. Nefni ég þar sem dæmi Icesave málið, stjórnarskrármálið og síðan störfin á Alþingi almennt. Ásta R. Jóhannesdóttir fær til dæmis ekki að njóta sannmælis sem frábær forseti Alþingis og gef ég mér að það hafi verið vegna þess að hún neitaði að verða leiðitamt peð forsætisráðherrans. Án efa verður þetta allt skýrt betur síðar því ég hef grun um að mörgum muni finnast ófært að láta gera söguna upp á eins billegan hátt og þarna er gert.“
Pistil Ögmundar má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins