Eyjan

Jón Gunnarsson hissa á Sigurði Inga – Segir afnám vegtolla afturför

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 6. desember 2017 09:52

Jón Gunnarsson, fyrrverandi samgönguráðherra.

Fráfarandi samgönguráðherra, Jón Gunnarsson, telur það skref aftur á bak að falla frá fjármögnun vegaframkvæmda með vegatollum, líkt og eftirmaður hans, Sigurður Ingi Jóhannsson ætlar sér að gera. Þetta kemur fram á RÚV.

Líkt og fram kom í gær hefur Sigurður Ingi slegið allar hugmyndir um vegtolla út af borðinu. Segist Jón hissa á eftirmanni sínum vegna þessa.

„Meðan ekki koma fram aðrar hugmyndir samhliða því að slá af umræðu um svona hugmynd þá finnst mér vera farið aftur á bak. Og ég verð að segja að ég er svolítið hissa á nýjum samgönguráðherra. Það væri hægt á næsta ári að taka Grindavíkurveginn og klára hann, taka veginn til Þorlákshafnar sem þarf að laga, veginn uppi á Kjalarnesi, Reykjanesbrautina. Það væri hægt að hefja framkvæmdir á öllum þessum stöðum og nánast tvöfalda framlög til nýframkvæmda í samgöngum á mjög skömmum tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af