Eyjan

Bleikt
Mánudagur 23.apríl 2018
Eyjan

Borgarfulltrúi vildi skjóta skjólshúsi yfir heimilislausa í Ráðhúsinu- „Sameign okkar allra“

Trausti Salvar Kristjánsson skrifar
Miðvikudaginn 6. desember 2017 14:30
Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.

Húsnæðisvandi heimilislausra hefur mikið verið í fréttum undanfarið en nokkur fjöldi fólks hefst nú við í tjöldum, húsbílum og bílakjöllurum í nístingskulda og myrkri. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, lagði fram tillögur um úrbætur þess efnis á borgarstjórnar-fundi í gær, að hleypa heimilislausu fólki inn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og skjóta þannig skjólshúsi yfir þá sem mest þurfa. Þær tillögur hlutu ekki hljómgrunn hjá meirihlutanum.

 

„Við eigum auðvitað í þessu ástandi núna að bregðast strax við og opna dyr ráðhússins og bjóða þessu fólki inn í hlýjuna til okkar og leyfa því að gista hér annaðhvort í sölum Ráðhússins eða fundarherbergjum sem standa auð á næturna og við eigum auk þess að leyfa þeim að nýta aðstöðuna í mötuneytinu til að matast. Þetta fólk er ekki að biðja um neinn lúxus eða rautt og hvítt og snittur eins og hér eru oft í boði,”

sagði Marta við Eyjuna. Hún bætti við:

„Það eru auðvitað fordæmi fyrir slíkum aðgerðum, eins og Vestmannaeyjagosið 1973, þá voru skólar opnaðir og allt tiltækt húsnæði borgarinnar nýtt. Ráðhúsið er sameign okkar allra. Borgarstjóri hefur sagt í fjölmiðlum að það taki 10 daga að gera húsnæðið í Víðinesi klárt, hví ekki að brúa bilið með þessum hætti ? “

 

Tillögur Mörtu voru svohljóðandi:

D-22 Tillaga til úrbóta við neyð húsnæðislausra:
Borgarstjórn samþykkir að gerður verði samstarfssamningur við hjálparsamtök til að aðstoða
húsnæðislaust fólk sem er í neyð og býr við bágbornar aðstæður t.d. í tjöldum, húsvögnum
eða bílakjöllurum. Um væri að ræða að samtökin hlúi að þessum einstaklingum og skjóti
skjólshúsi yfir þá sem eru í vanda meðan verið er að finna varanlega lausn á húsnæðisvanda
þessara aðila.
D-23 Tillaga um að brúa bilið fyrir húsnæðislausa í neyð:
Borgarstjórn samþykkir að brúa bilið fyrir húsnæðislausa einstaklinga sem eru í mikilli neyð
og búa nú í skammdeginu í tjöldum, húsvögnum og bílakjöllurum. það yrði gert með því að
bjóða þessum aðilum að nýta húsnæði borgarinnar sem stendur autt yfir nóttina meðan verið
er að vinna í því að gera húsnæðið í Víðinesi klárt sem í framtíðinni mun hýsa heimilislaust
fólk. Lagt er til að Tjarnarsalur Ráðhússins standi þessum einstaklingum til boða á næturnar
eða fundarherbergi og aðstaðan í matsal ráðhússins á kvöldin til að matast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af