fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Samgönguráðherra hættir við vegtolla: „Ekki stafkrókur um veggjöld í stjórnarsáttmálanum“

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. desember 2017 13:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.

Engar áætlanir eru uppi um vegtolla á helstu leiðum til og frá Reykjavík. Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra við RÚV í dag. Ríkisstjórnin fundaði í morgun um fjárlagafrumvarpið. Sigurður Ingi lagði áherslu á uppbyggingu innviða, samgöngumál, menntamál, og heilbrigðismál en hans áherslur í samgöngumálum eru öryggisþættir, til dæmis er varða einbreiðar brýr, en ekkert verði um vegtolla, sem forveri hans í starfi hafði hugmyndir uppi um.

 

„Það er ekki stafkrókur um veggjöld í stjórnarsáttmálanum,“

sagði Sigurður Ingi um vegtollaáætlanir fyrri ríkisstjórnar.

„Þær voru lagðar til hliðar sem og ýmsar aðrar álögur sem stóð til að leggja á bíla, þó svo við séum að taka upp græna skatta eins og kolefnisskatta.“

Gert er ráð fyrir að Alþingi komi saman um miðjan mánuð þar sem fjárlagafrumvarpið verður lagt fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki