fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Rökstuddur grunur um stríðsglæpi breskra hermanna í Íraksstríðinu

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. desember 2017 10:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd/Getty images

Fatou Bensouda, aðalsaksóknari við alþjóðlega glæpadómstólinn í Haag, lýsti því yfir í gær að það sé „rökstuddur grunur“ um að enskir hermenn hafi framið stríðsglæpi á meðan Íraksstríðinu stóð. Eru þeir taldir hafa pyntað og drepið stríðsfanga eftir innrás Bandaríkjanna í Írak árið 2003. Í kjölfarið mun dómstóllinn hefja opinbera rannsókn á málinu.
Samkvæmt Bensouda eru þeir ekki taldir hafa framið stríðsglæpi á sjálfum „vígvellinum“. Niðurstöðurnar koma heim og saman við eldri niðurstöður for-rannsóknar sem gerð var árið 2006. Hinsvegar aðhafðist dómstóllinn ekki þá, þar sem ásakanirnar voru færri en 20.

Rannsóknin var enduropnuð af Bensouda árið 2014 í kjölfar nýrra upplýsinga, meðal annars frá breskri lögfræðistofu, sem fór með mál Baha Mousa, hótelstarfsmanns í Írak, sem var pyntaður og drepinn af breskum hermönnum árið 2003.

Talsmenn breska hersins höfðu áður sagt að þeir væru fullvissir um að dómstóllinn myndi ekki fara með málið á næsta stig og hefja opinbera rannsókn, þar sem bresk stjórnvöld hefðu sjálf full getu til þess að rannsaka málið sjálf.

Heimild: The Guardian

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“