fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Samtök ferðaþjónustunnar: „Er þörf á frekari skattheimtu?“

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 4. desember 2017 17:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skapti Örn Ólafsson

Líkt og kveður á um í nýjum stjórnarsáttmála, verður fallið frá fyrirhuguðum áætlunum um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu. Hinsvegar segir einnig í stjórnarsáttmálanum að skoða eigi aðrar leiðir til gjaldtöku, í samráði við greinina. Eru þar nefnd komu- og/eða brottfarargjöld.
Að sögn Skapta Arnar Ólafssonar, upplýsingafulltrúa Samtaka ferðaþjónustunnar, fagnar hann því að fallið sé frá hækkuninni á virðisaukaskattinum, en spyr um leið hvort þörf sé á frekari gjaldtöku.

„Við óskum nýrri ríkisstjórn velfarnaðar og hlökkum til að eiga samtal við þá ráðherra sem koma að okkar málum ferðaþjónustunnar. Hvað gjaldtökumálin varðar, þá er mikilvægt að hafa í huga að ferðaþjónustan er nú þegar að afla gríðarlegra skatttekna fyrir þjóðarbúið. Í framhaldinu má velta fyrir sér hvort þörf sé á frekari skattheimtu. En við fögnum því auðvitað að í stjórnarsáttmálanum sé lagt upp með að ríkisstjórnin ætli sér að eiga samtal við okkur í ferðaþjónustunni, því stundum eru þessi samtöl nokkuð einhliða.“

En leggjast Samtök ferðaþjónustunnar þá alfarið gegn frekari gjaldtöku í ferðaþjónustu ?

„Nei, það gerum ekki. Þrátt fyrir að ferðaþjónustan sé að afla gríðarlega tekna fyrir ríki og sveitarfélög er ekki þar með sagt að við séum á móti allri gjaldtöku. Síður en svo. Gjaldtakan þarf hins vegar að hafa skýran tilgang. Við teljum að gjaldtaka fyrir vel skilgreinda virðisaukandi þjónustu, eins og bílastæði og salerni, geti stutt við álagsstýringu og dreifingu ferðamanna ásamt því að bæta gæði og þjónustu á hverjum ferðamannastað,“

 

segir Skapti Örn.
Einnig fagnar hann því að styðja eigi „myndarlega“ við rannsóknir í greininni, líkt og segir í stjórnarsáttmálanum.

 

„Tvímælalaust. Það vantar mikið upp á í þeirri deild. Af því fjármagni sem ríkið ver til rannsókna á atvinnugreinunum, fer aðeins 1% til ferðaþjónustunnar. Nú þegar ferðaþjónustan er orðin burðaratvinnugrein á Íslandi þarf að efla rannsóknir og greiningar sem hægt er að nýta við stefnumarkandi ákvarðanatöku og í áætlunum um uppbyggingu innviða. Þá er jákvætt að í stjórnarsáttmálanum er fjallað um myndarlega uppbyggingu innviða er varða ferðaþjónustuna og að áhersla verði lögð á umhverfismál með sjálfbærni að leiðarljós.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki