fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Forsetinn og frú heimsækja Dalabyggð

Trausti Salvar Kristjánsson
Mánudaginn 4. desember 2017 19:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid halda í opinbera heimsókn í Dalabyggð miðvikudaginn 6. desember og fimmtudaginn 7. desember næstkomandi. Forsetahjónin munu heimsækja menningarstofnanir, býli, skóla og fyrirtæki í sveitarfélaginu þessa tvo daga og boðið verður til Fjölskylduhátíðar í Dalabúð í Búðardal síðdegis
á fimmtudaginn.
Fyrsti viðkomustaður forsetahjóna í Dalabyggð verður Dvalar- og hjúkrunarheimilið Fellsendi kl. 15:00 miðvikudaginn 6. desember. Þaðan liggur leiðin að Erpsstöðum þar sem Þorgrímur Guðbjartsson og Helga Guðmundsdóttir kynna býlið og fjölþættar afurðir þess. Frá Erpsstöðum verður ekið í Búðardal og ostagerð MS heimsótt fyrst. Þeir Ari Edwald, forstjóri MS, og Lúðvík Hermannsson mjólkurbússtjóri taka á móti forsetahjónum og kynna starfsemina. Í kjölfarið verður opinn fundur forsetahjóna með sveitarstjórn og gestum hennar þar sem fjallað verður um margvísleg áform Dalabyggðar í ferðaþjónustu og uppbyggingu menningarsetra. Sá fundur verður haldinn í Leifsbúð og hefst kl. 16:40. Dagskrá fyrri heimsóknardags lýkur í Byggðasafninu á Laugum þar sem Valdís Einarsdóttir safnvörður tekur á móti forsetahjónum.
Að morgni fimmtudagsins 7. desember verður fyrst staldrað við á Staðarhóli í Saurbæ þar sem Svavar Gestsson, fyrrverandi ráðherra, kynnir metnaðarfull áform um setur og starfsemi til heiðurs Sturlu
Þórðarsyni sagnaritara. Frá Staðarhóli liggur leiðin að Skarði þar sem heimilisfólk tekur á móti gestunum, segir frá sögu staðarins og sýnir kirkjuna. Síðan verður ekið suður fyrir Klofning að Staðarfelli. Eftir stutta
viðkomu þar verður ekið í Búðardal. Fyrsti viðkomustaður þar verður Auðarskóli þar sem Herdís Erna Gunnarsdóttir leikskólastjóri og leikskólabörn taka á móti forsetahjónum og kynna skólann. Nemendur úr unglingadeild Auðarskóla fylgja síðan forsetahjónum frá leikskólanum að Félagsheimilinu Dalabúð þar sem grunnskólanemendur bjóða til hádegisverðar í mötuneytinu. Hlöðver Ingi Gunnarsson, skólastjóri Auðarskóla, mun ávarpa gesti og nemendur taka þátt í því að kynna skólann sinn.

 

Síðdegis fimmtudaginn 7. desember liggur leiðin fyrst að Eiríksstöðum þar sem Sigurður Jökulsson staðarhaldari tekur á móti gestum kl. 13:15. Komið verður að Kvennabrekku kl. 14:00 og þar mun forseti Íslands afhjúpa nýtt upplýsingaskilti um Árna Magnússon, fræðimann og handritasafnara, sem þar fæddist. Forsetahjón munu síðan heimsækja sauðfjárbúið að Kringlu kl. 14:40 þar sem bændurnir Arnar Freyr Þorbjarnarson og Fjóla Mikaelsdóttir kynna búskapinn. Kristín Þórarinsdóttir, forstöðukona Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Silfurtúns í Búðardal, tekur síðan á móti forsetahjónum þar kl. 15:30 ásamt séra Önnu Eiríksdóttur sóknarpresti og heimilisfólki í Silfurtúni. Heimsókn forsetahjóna í Dalabyggð lýkur með fjölskylduhátíð í Dalabúð sem hefst kl. 17:00. Þar mun forseti flytja ávarp, nemendur Auðarskóla flytja tónlist, kórar Dalamanna syngja undir stjórn Halldórs Þorgils Þórðarsonar og harmonikkusveitin Nikkolína flytur nokkur lög.

Í kjölfar dagskrár verður gestum boðið að þiggja veitingar úr heimabyggð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn