fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Fyrrum borgarstjóri og alþingismaður: „Ég hef ekkert talað um þetta opinberlega, að ég fer næstum því bara að gráta“

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 3. desember 2017 14:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég sat undir því að þekktir nafngreindir menn hvöttu aðra karlmenn til að fara heim til mín og nauðga mér. Þeir hvöttu til nauðgana á mér vegna starfa minna í stjórnmálum og vegna þeirra mála sem ég hafði barist fyrir sérstaklega í borgarstjórn og ég hugsa stundum, hvernig samfélagið hefði brugðist við og hvernig lögreglan hefði brugðist við ef að það hefði komið ákall frá þessum mönnum um að fara heim til Dags B. Eggertssonar og nauðga honum. Ég held að það hefði verið brugðist öðruvísi við,“ sagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir fyrrverandi borgarstóri og fyrrverandi alþingismaður Samfylkingarinnar í sjónvarpsþættinum Silfrið í dag.

Sjá nánar á RÚV.

Steinunn Valdís varð fyrir því árið 2009 að fjöldi fólks mótmælti fyrir utan heimili hennar eftir að birtar voru upplýsingar um að hún hefði þegið háa fjárstyrki frá stórfyrirtækjum fyrir prófkjör sitt árið 2006.

Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, birti eftirfarandi yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni í dag í kjölfar Silfursins:

Aðförin að Steinunni Valdísi er ljótur blettur á íslenskum stjórnmálum eftirhruns áranna.

Ég mun beita mér fyrir því að Samfylkingin skoði með hvaða hætti flokkurinn hefði getað sýnt henni meiri stuðning.

Það má ekki líða ofbeldi af þessum toga og bæði einstaklingar og flokkar þurfa að bregðast við slíku af festu.

Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar, skrifar:

Þær ofsóknir sem Steinunn Valdís mátti þola við heimili sitt, og hún sagði frá í Silfrinu, eru smánarblettur á þeim sem tóku þar þátt – og samfélaginu öllu sem lét þetta viðgangast. Svipað framferði mátti fjölskylda Þorgerðar Katrínar líka þola. Mótmæli eru vandmeðfarið form og maður má aldrei afsala sér einstaklingshugsun sinni og -siðferði við slíkar kringumstæður. Í múg gerir og segir fólk margt sem það myndi aldrei gera sem einstaklingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG